Föðurland: „Gleymi leiknum strax þegar ég hitti dætur mínar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. mars 2021 13:00 Körfuboltamaðurinn Finnur Atli Magnússon segir frá tilfinningum sínum og upplifun af meðgöngu og fæðingu dætra sinna. Hann og kona hans Helena Sverrisdóttir eignuðust sitt annað barn í lok síðasta árs. „Eftir að stelpurnar komu í heiminn þá lít ég allt öðrum augum á körfuna. Ég er ennþá mjög kappsamur og þoli ekki að tapa en þegar ég kem heim eftir erfiðan leik eða æfingu þá gleymi ég leiknum strax þegar ég hitti dætur mínar,“ segir körfuboltamaðurinn Finnur Atli Magnússon í viðtali við Makamál. Ásamt því að spila körfubolta með meistaraflokki Vals starfar Finnur sem íþróttafræðingur í sjúkraþjálfun hjá Sóltúni hjúkrunarheimili. „Svo er ég líka styrktarþjálfari hjá yngri flokkum í Val, þjálfari Spörtu, þjálfari minnibolta níu ára drengja hjá KR í körfunni ásamt því að þjálfa hóp glæsilegra manna sem kalla sig Feitir á ferð. Svo að það er alveg nóg að gera,“ segir þessi orkumikli tveggja barna faðir. Falleg fjölskylda. Finnur og kærasta hans, körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir, eignuðust sitt annað barn í lok síðasta árs. „Heimsfaraldurinn hafði smá áhrif á meðgönguna þar sem ég vildi ekki taka of mikla áhættu á því að missa af fæðingunni. Ég var bara í minni búbblu sem voru foreldrar og tengdaforeldrar. Þegar æfingar fengu svo að hefjast aftur þá reyndi ég bara að passa mig sem allra mest. Þetta hafði samt minni áhrif á fæðinguna en ég bjóst við. Dóttir mín fæddist þann 3.12.2020 og eina sem var ólíkt fyrri fæðingunni var eiginlega bara það að ég þurfti að vera með grímu allan tímann, annað ekki.“ Finnur með eldri dóttur sinni Elínu Hlildi sem skírð er í höfuðið á báðum ömmum sínum. Hér fyrir neðan svarar Finnur spurningum í viðtalsliðnum Föðurland. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þið ættuð von á barni? Tilfinningin var í bæði skiptin alveg ótrúleg. Við vorum búin að vera að reyna í smá tíma með fyrra barnið þannig að við vorum alltaf að vona. Við vorum þarna búin að ganga í gegnum stutt tímabil þar sem við vorum bæði alveg byrjuð að missa trúna á þessu hjá okkur. Svo þegar það tókst tók við mikil gleðitilfinning. Í seinna skiptið vorum við byrjuð að tala um að reyna aftur en svo tókst það bara strax. Ég segi kannski ekki í fyrstu tilraun en það tók mun skemmri tíma en með fyrra barnið. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég upplifði mig sem algjöra hjálparhellu, ég reyndi bara að gera sem mest fyrir konuna mína eins og ég gat. Þetta var náttúrulega svolítið erfitt þar sem við erum bæði í körfunni. Ég gat bara haldið áfram að æfa og spila en Helena þurfti að taka sér frí frá körfunni þó að hún æfði alveg eftir fremsta megni eiginlega alla meðgönguna. Báðar meðgöngurnar gengu rosalega vel þannig að ég var eiginlega bara í einhverju aukahlutverki. Ég reyndi bara að gera það sem ég gat eins vel og ég gat. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ég fann litla tengingu til að byrja með á meðgöngunni og það var eins og ég væri ekki alveg búinn að tengja við þá tilhugsun að eftir nokkra mánuði myndi ég vera faðir. Ég byrjaði að finna tenginguna þegar ég gat séð og fundið fyrir barninu í bumbunni, á þeim tímapunkti varð þetta allt svo raunverulegt. Í hörku formi. Bæði Finnur og Helena spila í meistaradeild í körfubolta. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já en ég held að hún hefði verið mun sterkari ef eitthvað hefði komið fyrir á meðgöngunni. Þar sem báðar meðgöngurnar gengu svona vel þá fann ég ekki svo mikla vanmáttartilfinningu. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Við bara fórum heim til foreldra og tengdaforeldra minna og tilkynntum þeim að við værum ólétt. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið í báðum tilvikum. Ég hefði alveg verið til í að prófa að vita ekki kynið en ég taldi það ekkert skipta of miklu máli. Var eitthvað sem þér fannst sjálfum erfitt við meðgönguna sjálfa? Erfiði parturinn fyrir mig var hvað það var lítið sem ég gat gert, mér leið eins og ég ætti að gera eitthvað fyrir Helenu en þar sem meðgangan gekk svo vel þá var bara lítið sem ég þurfti að gera. Ég fékk stundum smá samviskubit yfir því hvað ég var að gera lítið miðað við Helenu. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Mér fannst mjög skemmtilegt að fylgjast með því hvernig Helena tæklaði allar langanir (cravings) því maður hefur heyrt svo margar mismunandi sögur af konum sem allt í einu fá löngun í hina ýmsu hluti. Svo var líka rosalega skemmtilegt að fylgjast með hvernig líkaminn breyttist á meðgöngunni og bumban stækkaði. Mér fannst það alveg magnað að sjá hvernig líkaminn aðlagast á meðgöngunni. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Þegar styttast fór í fæðinguna þá upplifði ég einhvern veginn allan tilfinningaskalann. Ég var mjög spenntur en á sama tíma hræddur. Ég hlakkaði mikið til þess að verða faðir en svo kom upp sú hugsun hvort að ég væri tilbúinn í það verkefni. Heilt yfir þá var mikil eftirvænting og spenna þær tilfinningar sem ég fann mest fyrir. Emma Björg fæddist í desember 2020. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég var í algjöru aukahlutverki þar sem Helena bókstaflega gerði allt, ég var bara að hvetja hana áfram. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Ólýsanleg, allar tilfinningarnar komu flæðandi upp á yfirborðið. Man bara eftir því að hafa verið svo stoltur af Helenu að geta farið í gegnum þetta ferli. Gleðitár fylgdu í kjölfarið og svo kom smá panik þegar ég sá litlu stelpuna mína í fyrsta skiptið því að núna bæri ég ábyrgð á hennar velferð. Hvernig gekk að finna nöfn? Í fyrra skiptið gekk það mjög vel. Við vorum búin að ákveða að skíra í höfuðið á báðum ömmunum. Elín Hildur. Elín eftir móður minni og Hildur eftir móður Helenu en hún heitir Svanhildur. Með seinni stelpuna vorum við smá efins með hvaða nafn við myndum velja en Emma er bara út í loftið og Björg er í höfuðið á systur Helenu og dóttur Gumma bróðir míns en þær eru einmitt guðmæður Emmu. Hversu ánægður ertu með þá fræðslu og aðstoð sem þú fékkst með tilkomu föðurhlutverksins? Allt sem ég fékk að vita var bara frá ljósmæðrum og svo fjölskyldu og vinum. Stóra systir passar litlu systur sína vel. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Fyrstu vikurnar eru rosalega krefjandi, tímaskynið hverfur alveg og allt snýst um litla kraftaverkið. Þegar það komu erfiðar nætur hugsaði ég stundum um það hvað ég væri búinn að koma mér út í . Svo þegar barnið komst í rútínu þá var þetta bara eintóm gleði. Við höfum verið það heppin að hingað til hafa stelpurnar verið mjög þægilegar. Við höfum ekki lent í neinum áföllum eða þær þurft að fara til læknis. Svo sofa þær að jafnaði mjög vel á nóttunni. Mesta breytingin eftir að ég varð faðir er að öll forgangsröðun breytist til muna. Sem dæmi hef ég alltaf verið mjög tapsár þegar illa gengur í körfunni og stundum of tapsár, ef þú spyrð Helenu. En eftir að stelpurnar komu í heiminn þá lít ég allt öðrum augum á körfuna. Ég er ennþá mjög kappsamur og þoli ekki að tapa en þegar ég kem heim eftir erfiðan leik eða æfingu þá gleymi ég leiknum strax þegar ég hitti dætur mínar. Föðurhlutverkið setur allt í samhengi. Mér líður eins stóra myndin sé allt önnur. Núna er fjölskyldan mín númer eitt, tvö og þrjú. Tókstu þér fæðingarorlof? Já, bara einn mánuð í seinna skiptið þegar hún var orðin þriggja mánaða. Svo mun ég taka einn mánuð í sumar og svo þegar Helena fer í verklegt nám í náminu sínu þá þarf ég væntanlega að taka eitthvað orlof en það kemur bara í ljós hvernig það verður. Finnur segir fjölskylduna reyna að nýta vel þann litla frítíma sem þau hafa saman. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Auðvitað breyttist sambandið að einhverju leyti þar sem allt í einu eru það ekki bara við tvö. Við höfum alltaf verið bæði í körfunni en núna með tvö börn verður það alltaf erfiðara og erfiðara að geta stundað íþróttina eins mikið og maður vill. Við erum með nokkuð gott plan og virkilega öflugt bakland sem gerir það að verkum að þetta er ekki eins mikið vesen. Við reynum að vera dugleg að nýta þann litla frítíma sem við höfum saman öll fjölskyldan. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Njótið tímans þegar barnið kemur. Þetta er án efa besta gigg sem þið getið lent í svo njótið ferðarinnar. Föðurland Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03 Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Viltu gifast Eva Ruza? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ásamt því að spila körfubolta með meistaraflokki Vals starfar Finnur sem íþróttafræðingur í sjúkraþjálfun hjá Sóltúni hjúkrunarheimili. „Svo er ég líka styrktarþjálfari hjá yngri flokkum í Val, þjálfari Spörtu, þjálfari minnibolta níu ára drengja hjá KR í körfunni ásamt því að þjálfa hóp glæsilegra manna sem kalla sig Feitir á ferð. Svo að það er alveg nóg að gera,“ segir þessi orkumikli tveggja barna faðir. Falleg fjölskylda. Finnur og kærasta hans, körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir, eignuðust sitt annað barn í lok síðasta árs. „Heimsfaraldurinn hafði smá áhrif á meðgönguna þar sem ég vildi ekki taka of mikla áhættu á því að missa af fæðingunni. Ég var bara í minni búbblu sem voru foreldrar og tengdaforeldrar. Þegar æfingar fengu svo að hefjast aftur þá reyndi ég bara að passa mig sem allra mest. Þetta hafði samt minni áhrif á fæðinguna en ég bjóst við. Dóttir mín fæddist þann 3.12.2020 og eina sem var ólíkt fyrri fæðingunni var eiginlega bara það að ég þurfti að vera með grímu allan tímann, annað ekki.“ Finnur með eldri dóttur sinni Elínu Hlildi sem skírð er í höfuðið á báðum ömmum sínum. Hér fyrir neðan svarar Finnur spurningum í viðtalsliðnum Föðurland. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þið ættuð von á barni? Tilfinningin var í bæði skiptin alveg ótrúleg. Við vorum búin að vera að reyna í smá tíma með fyrra barnið þannig að við vorum alltaf að vona. Við vorum þarna búin að ganga í gegnum stutt tímabil þar sem við vorum bæði alveg byrjuð að missa trúna á þessu hjá okkur. Svo þegar það tókst tók við mikil gleðitilfinning. Í seinna skiptið vorum við byrjuð að tala um að reyna aftur en svo tókst það bara strax. Ég segi kannski ekki í fyrstu tilraun en það tók mun skemmri tíma en með fyrra barnið. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég upplifði mig sem algjöra hjálparhellu, ég reyndi bara að gera sem mest fyrir konuna mína eins og ég gat. Þetta var náttúrulega svolítið erfitt þar sem við erum bæði í körfunni. Ég gat bara haldið áfram að æfa og spila en Helena þurfti að taka sér frí frá körfunni þó að hún æfði alveg eftir fremsta megni eiginlega alla meðgönguna. Báðar meðgöngurnar gengu rosalega vel þannig að ég var eiginlega bara í einhverju aukahlutverki. Ég reyndi bara að gera það sem ég gat eins vel og ég gat. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ég fann litla tengingu til að byrja með á meðgöngunni og það var eins og ég væri ekki alveg búinn að tengja við þá tilhugsun að eftir nokkra mánuði myndi ég vera faðir. Ég byrjaði að finna tenginguna þegar ég gat séð og fundið fyrir barninu í bumbunni, á þeim tímapunkti varð þetta allt svo raunverulegt. Í hörku formi. Bæði Finnur og Helena spila í meistaradeild í körfubolta. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já en ég held að hún hefði verið mun sterkari ef eitthvað hefði komið fyrir á meðgöngunni. Þar sem báðar meðgöngurnar gengu svona vel þá fann ég ekki svo mikla vanmáttartilfinningu. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Við bara fórum heim til foreldra og tengdaforeldra minna og tilkynntum þeim að við værum ólétt. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið í báðum tilvikum. Ég hefði alveg verið til í að prófa að vita ekki kynið en ég taldi það ekkert skipta of miklu máli. Var eitthvað sem þér fannst sjálfum erfitt við meðgönguna sjálfa? Erfiði parturinn fyrir mig var hvað það var lítið sem ég gat gert, mér leið eins og ég ætti að gera eitthvað fyrir Helenu en þar sem meðgangan gekk svo vel þá var bara lítið sem ég þurfti að gera. Ég fékk stundum smá samviskubit yfir því hvað ég var að gera lítið miðað við Helenu. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Mér fannst mjög skemmtilegt að fylgjast með því hvernig Helena tæklaði allar langanir (cravings) því maður hefur heyrt svo margar mismunandi sögur af konum sem allt í einu fá löngun í hina ýmsu hluti. Svo var líka rosalega skemmtilegt að fylgjast með hvernig líkaminn breyttist á meðgöngunni og bumban stækkaði. Mér fannst það alveg magnað að sjá hvernig líkaminn aðlagast á meðgöngunni. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Þegar styttast fór í fæðinguna þá upplifði ég einhvern veginn allan tilfinningaskalann. Ég var mjög spenntur en á sama tíma hræddur. Ég hlakkaði mikið til þess að verða faðir en svo kom upp sú hugsun hvort að ég væri tilbúinn í það verkefni. Heilt yfir þá var mikil eftirvænting og spenna þær tilfinningar sem ég fann mest fyrir. Emma Björg fæddist í desember 2020. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég var í algjöru aukahlutverki þar sem Helena bókstaflega gerði allt, ég var bara að hvetja hana áfram. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Ólýsanleg, allar tilfinningarnar komu flæðandi upp á yfirborðið. Man bara eftir því að hafa verið svo stoltur af Helenu að geta farið í gegnum þetta ferli. Gleðitár fylgdu í kjölfarið og svo kom smá panik þegar ég sá litlu stelpuna mína í fyrsta skiptið því að núna bæri ég ábyrgð á hennar velferð. Hvernig gekk að finna nöfn? Í fyrra skiptið gekk það mjög vel. Við vorum búin að ákveða að skíra í höfuðið á báðum ömmunum. Elín Hildur. Elín eftir móður minni og Hildur eftir móður Helenu en hún heitir Svanhildur. Með seinni stelpuna vorum við smá efins með hvaða nafn við myndum velja en Emma er bara út í loftið og Björg er í höfuðið á systur Helenu og dóttur Gumma bróðir míns en þær eru einmitt guðmæður Emmu. Hversu ánægður ertu með þá fræðslu og aðstoð sem þú fékkst með tilkomu föðurhlutverksins? Allt sem ég fékk að vita var bara frá ljósmæðrum og svo fjölskyldu og vinum. Stóra systir passar litlu systur sína vel. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Fyrstu vikurnar eru rosalega krefjandi, tímaskynið hverfur alveg og allt snýst um litla kraftaverkið. Þegar það komu erfiðar nætur hugsaði ég stundum um það hvað ég væri búinn að koma mér út í . Svo þegar barnið komst í rútínu þá var þetta bara eintóm gleði. Við höfum verið það heppin að hingað til hafa stelpurnar verið mjög þægilegar. Við höfum ekki lent í neinum áföllum eða þær þurft að fara til læknis. Svo sofa þær að jafnaði mjög vel á nóttunni. Mesta breytingin eftir að ég varð faðir er að öll forgangsröðun breytist til muna. Sem dæmi hef ég alltaf verið mjög tapsár þegar illa gengur í körfunni og stundum of tapsár, ef þú spyrð Helenu. En eftir að stelpurnar komu í heiminn þá lít ég allt öðrum augum á körfuna. Ég er ennþá mjög kappsamur og þoli ekki að tapa en þegar ég kem heim eftir erfiðan leik eða æfingu þá gleymi ég leiknum strax þegar ég hitti dætur mínar. Föðurhlutverkið setur allt í samhengi. Mér líður eins stóra myndin sé allt önnur. Núna er fjölskyldan mín númer eitt, tvö og þrjú. Tókstu þér fæðingarorlof? Já, bara einn mánuð í seinna skiptið þegar hún var orðin þriggja mánaða. Svo mun ég taka einn mánuð í sumar og svo þegar Helena fer í verklegt nám í náminu sínu þá þarf ég væntanlega að taka eitthvað orlof en það kemur bara í ljós hvernig það verður. Finnur segir fjölskylduna reyna að nýta vel þann litla frítíma sem þau hafa saman. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Auðvitað breyttist sambandið að einhverju leyti þar sem allt í einu eru það ekki bara við tvö. Við höfum alltaf verið bæði í körfunni en núna með tvö börn verður það alltaf erfiðara og erfiðara að geta stundað íþróttina eins mikið og maður vill. Við erum með nokkuð gott plan og virkilega öflugt bakland sem gerir það að verkum að þetta er ekki eins mikið vesen. Við reynum að vera dugleg að nýta þann litla frítíma sem við höfum saman öll fjölskyldan. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Njótið tímans þegar barnið kemur. Þetta er án efa besta gigg sem þið getið lent í svo njótið ferðarinnar.
Föðurland Börn og uppeldi Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03 Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Viltu gifast Eva Ruza? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. 7. febrúar 2021 19:03
Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56
Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01