Leyfði leikmanni sínum að klippa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 13:02 Bill Belichick hefur náð frábærum árangri með New England Patriots liðið undanfarin tvo áratugi. Getty/Adam Glanzman Brandon King hafði taugarnar í að klippa þjálfara sinn Bill Belichick og fékk líka nokkra brandara að launum. Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann. NFL Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann.
NFL Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira