Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. mars 2021 07:01 Torfi Ragnar Sigurðsson hæstaréttarlögmaður svarar spurningum um lögfræðiaðstoð við skilnað í viðtali við Makamál. „Oftast eru það umgengnismálin sem valda ágreiningi. Þar eru oft mestu tilfinningarnar í spilinu og ef málin eru erfið, þá er það þessi angi skilnaðarins sem er oftast erfiðast að eiga við,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson hæstaréttarlögmaður hjá Lögmönnum Suðurlandi/Reykjavík í viðtali við Makamál. Skilnaðir eru oft á tíðum með erfiðari lífsreynslu sem fólk gengur í gegnum en stundum hefur verið sagt að fólk sem gengur í gegnum skilnað geti upplifað svipað áfall og þegar einhver nákominn fellur frá. Sorgin getur því verið mikil og þung og fólk upplifað sterkar tilfinningar sem oft getur reynst erfitt að finna farveg. Eðli skilnaða getur verið mjög ólíkt og fer það meðal annars eftir því hver forsaga hjónanna er sem og ástæða skilnaðarins. Í einhverjum tilvikum eru báðir aðilar samstíga í því að fara í sundur en í öðrum er það annar aðilinn sem ákveður að fara sína leið. Hvort sem um ræðir geta skilnaðir verið flóknir og þarf að huga að mörgum viðkvæmum málum sem getur reynst fólki í þessari stöðu einstaklega erfitt og þungbært. Það áfall sem fólk getur upplifað við það að ganga í gegnum erfiðan skilnað hefur stundum verið líkt við það áfall að missa einhvern nákominn. Getty Algengara en fólk heldur að mál séu leyst hjá sama lögmanni Torfi Ragnar hefur töluverða reynslu að baki við það að aðstoða fólk í þessari stöðu og segir hann frekar algengt að fólk ákveði að fara þá leið að leita sér lögfræðiaðstoðar þegar kemur að skilnaði. „Það er að mörgu að huga við þessar aðstæður og oft líður fólki betur með það að geta leitað til lögmanns með reynslu og fengið ráðleggingar um framhaldið. Verkefnið er þeim sem í því standa oft ofviða og því mjög mikil hjálp í því að hitta lögmann sem þekkir til málaflokksins. Hann getur þá veitt svör við spurningum eða bent á atriði sem fólk hefur kannski ekki alltaf hugsað út í, en þarf vissulega að gera það.“ Er algengt að fólk leiti saman til þín eða er algengara að það fái sér sitthvorn lögfræðinginn? „Það er allur gangur á því. Samt er algengara en fólk heldur að svona mál séu leyst í sameiningu og þá er ekki þörf á fleiri lögmönnum en einum. Aðal málið er að það náist sátt sem báðir aðilar geta unað við. Það er alltaf betra upp á framhaldið að gera.“ Torfi segir það alls ekki svo að fólk leiti til sín aðeins ef um er að ræða mikil ósætti heldur sé gott fyrir alla að fá ráðleggingar frá fagaðila til að ganga frá skilnaðinum formlega. Umgengnismálin eru að sögn Torfa oftast þau sem valda mestum ágreiningi þegar kemur að skilnuðum. Getty Erfiðast að endurheimta traustið Út frá þinni reynslu,hver er algengasti ágreiningurinn hjá fólki þegar kemur að því að skilja? „Oftast eru það umgengnismálin sem valda ágreiningi. Þar eru oft mestu tilfinningarnar í spilinu og ef málin eru erfið, þá er það þessi angi skilnaðarins sem er oftast erfiðast að eiga við. Börnin eiga þarna alltaf að vera í forgrunni og rauði þráðurinn í þessum málum á alltaf að vera „hvað er börnunum fyrir bestu?“ Börn eiga rétt á samneyti við báða foreldra en þarna er mjög mikilvægt að foreldrar setji sig í annað sætið og hugi að því að finna lausn sem miðar að hagsmunum barnanna.“ Hver eru helstu mistök fólks að þínu mati þegar það er að ganga í gegnum í skilnaðarferli? „Eftir nokkuð langan tíma í þessu starfi er auðvelt að benda á hvað það er sem veldur eftirsjá í þessu ferli.“ Algengt er að eftirsjáin komi hjá fólki ef þeim hefur ekki tekist að halda ró sinni í erfiðum aðstæðum og hlutir eru sagðir eða framkvæmdir sem hefðu mátt kyrrt liggja. Ef börn eru í spilunum þá er það staðreynd að fólk mun sitja uppi með fyrrverandi maka sinn út æviskeið barna sinna og svo í gegnum barnabörn þegar fram líða stundir. „Erfiðast getur nefnilega oft verið að endurheimta traust eða virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaðurinn er frágenginn og mikið gengið á. Eftir skilnað heldur nefnilega lífið alltaf áfram og ný sambönd myndast og því er mjög mikilvægt að samskipti við fyrrverandi maka séu líka góð.“ Hefur þú lent í því að það hafi komið einhverjum á óvart að maki þeirra ákveði að leita til lögmanns við skilnaðinn? „Já það kemur fólki iðulega á óvart ef annar aðilinn hefur leitað til lögmanns. Það færir oft raunveruleika í stöðuna og oftar en ekki er það á þeirri stundu sem einstaklingurinn, sem ekki óskar eftir skilnaði, áttar sig á því að hlutirnir séu að raungerast. Það er því ekki alveg sama hvernig lögmaður ber sig að í því að nálgast þá stöðu, en hún getur oft verið viðkvæm.“ Þó svo að skilnaðurinn sé ekki slæmur segir Torfi samt sem áður gott fyrir fólk að fá aðstoð við það að finna út úr flóknum og viðkvæmum málum. Getty Fólk vant því að makinn standi með sér Torfi segir algengt að það komi fólki sem er að ganga í gegnum skilnað á óvart þegar það finnur sig í þeirri stöðu að fyrrverandi maki er jafnvel hættur að hugsa um þeirra hagsmuni og er farinn að huga meira að sinni eigin stöðu. Í sambandi fólks er það nefnilega þannig að makar gæta almennt hagsmuna hvors annars á meðan sambandinu stendur. Fólk er því vant því að makinn standi með sér. Þegar til skilnaðar kemur þá verður breyting þarna á sem reynist fólki oft mjög erfið. Á þessu stigi er fólk farið að huga í meira mæli að sinni eigin stöðu og þá iðulega á kostnað síns fyrrverandi maka. „Góður lögmaður þarf að hafa þetta í huga og vinna að því að ná að sætta þessa ólíku póla og draga frekar fram þá sameiginlegu hagsmuni sem eru til staðar.“ Eru þetta yfirleitt erfið mál og viðkvæm? „Það er allur gangur á því. Þessi mál þurfa ekkert alltaf að vera viðkvæm. Oftast koma samt upp einhverjir hitapunktar í hverjum skilnaði. Mikilvægast í starfi góðs lögmanns er að reyna að tempra þessa hitapunkta og forðast að þeir verði að miklu báli sem sjaldnast þjónar hagsmunum nokkurs, nema þá kannski hagsmunum lögmannsins, því mál sem tekur lengri tíma að leysa bera hærri þóknanir. Góður lögmaður á hins vegar alltaf að setja hagsmuni umbjóðanda síns í forgrunn.“ Torfi segir ekki öll skilnaðarmál þurfi að vera viðkvæm og í flestum tilvika nær fólk sáttum að lokum. Getty Í langflestum tilvikum nær fólk sáttum Myndir þú mæla með því að fólk leiti sér lögfræðiaðstoðar í öllum skilnuðum, hvort sem þeir eru góðir eða slæmir? „Já, ég mæli hiklaust með því að fólk leiti sér aðstoðar lögmanns. Það er mikilvægt að vandað sé til verka og að gengið sé frá málum með lögformlegum hætti. Oft eru líka atriði undir sem fólk hugar ekki endilega að og getur auðveldlega yfirsést. Því er mjög mikilvægt að fá leiðbeiningar um þau atriði.“ Er þín reynsla sú að fólk nái oftast sáttum? „Í 95% tilvika ná aðilar sáttum, sem er afar ánægjulegt. Þau mál sem fara lengra eru aðeins þau allra erfiðustu. Aðal málið í þessu fyrir lögmanninn er að þinn umbjóðandi sé sáttur með þá leið sem er valin. Stundum er það þannig að dómstólaleiðin er það sem að umbjóðandi þinn vill og ef þannig ber undir þá er það bara ákveðin niðurstaða sem fólk þarf þá að endingu bara að sætta sig við.“ Ástin og lífið Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00 „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11 Þriðjungur segist sakna fyrrverandi maka Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir söknuðu fyrrverandi maka. Eftir sambandsslit er ekki óalgengt að annar eða báðir aðilar finni fyrir söknuði, sérstaklega ef sambandið hefur varað lengi. Stundum er það þessi söknuður sem getur gert fólk ringlað og valdið því að það efast um að sambandsslitin hafi verið rétt ákvörðun. 13. desember 2020 21:35 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Makamál Rúmfræði: Aldrei eins mikil sala á sleipiefni og blætisvörum Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Skilnaðir eru oft á tíðum með erfiðari lífsreynslu sem fólk gengur í gegnum en stundum hefur verið sagt að fólk sem gengur í gegnum skilnað geti upplifað svipað áfall og þegar einhver nákominn fellur frá. Sorgin getur því verið mikil og þung og fólk upplifað sterkar tilfinningar sem oft getur reynst erfitt að finna farveg. Eðli skilnaða getur verið mjög ólíkt og fer það meðal annars eftir því hver forsaga hjónanna er sem og ástæða skilnaðarins. Í einhverjum tilvikum eru báðir aðilar samstíga í því að fara í sundur en í öðrum er það annar aðilinn sem ákveður að fara sína leið. Hvort sem um ræðir geta skilnaðir verið flóknir og þarf að huga að mörgum viðkvæmum málum sem getur reynst fólki í þessari stöðu einstaklega erfitt og þungbært. Það áfall sem fólk getur upplifað við það að ganga í gegnum erfiðan skilnað hefur stundum verið líkt við það áfall að missa einhvern nákominn. Getty Algengara en fólk heldur að mál séu leyst hjá sama lögmanni Torfi Ragnar hefur töluverða reynslu að baki við það að aðstoða fólk í þessari stöðu og segir hann frekar algengt að fólk ákveði að fara þá leið að leita sér lögfræðiaðstoðar þegar kemur að skilnaði. „Það er að mörgu að huga við þessar aðstæður og oft líður fólki betur með það að geta leitað til lögmanns með reynslu og fengið ráðleggingar um framhaldið. Verkefnið er þeim sem í því standa oft ofviða og því mjög mikil hjálp í því að hitta lögmann sem þekkir til málaflokksins. Hann getur þá veitt svör við spurningum eða bent á atriði sem fólk hefur kannski ekki alltaf hugsað út í, en þarf vissulega að gera það.“ Er algengt að fólk leiti saman til þín eða er algengara að það fái sér sitthvorn lögfræðinginn? „Það er allur gangur á því. Samt er algengara en fólk heldur að svona mál séu leyst í sameiningu og þá er ekki þörf á fleiri lögmönnum en einum. Aðal málið er að það náist sátt sem báðir aðilar geta unað við. Það er alltaf betra upp á framhaldið að gera.“ Torfi segir það alls ekki svo að fólk leiti til sín aðeins ef um er að ræða mikil ósætti heldur sé gott fyrir alla að fá ráðleggingar frá fagaðila til að ganga frá skilnaðinum formlega. Umgengnismálin eru að sögn Torfa oftast þau sem valda mestum ágreiningi þegar kemur að skilnuðum. Getty Erfiðast að endurheimta traustið Út frá þinni reynslu,hver er algengasti ágreiningurinn hjá fólki þegar kemur að því að skilja? „Oftast eru það umgengnismálin sem valda ágreiningi. Þar eru oft mestu tilfinningarnar í spilinu og ef málin eru erfið, þá er það þessi angi skilnaðarins sem er oftast erfiðast að eiga við. Börnin eiga þarna alltaf að vera í forgrunni og rauði þráðurinn í þessum málum á alltaf að vera „hvað er börnunum fyrir bestu?“ Börn eiga rétt á samneyti við báða foreldra en þarna er mjög mikilvægt að foreldrar setji sig í annað sætið og hugi að því að finna lausn sem miðar að hagsmunum barnanna.“ Hver eru helstu mistök fólks að þínu mati þegar það er að ganga í gegnum í skilnaðarferli? „Eftir nokkuð langan tíma í þessu starfi er auðvelt að benda á hvað það er sem veldur eftirsjá í þessu ferli.“ Algengt er að eftirsjáin komi hjá fólki ef þeim hefur ekki tekist að halda ró sinni í erfiðum aðstæðum og hlutir eru sagðir eða framkvæmdir sem hefðu mátt kyrrt liggja. Ef börn eru í spilunum þá er það staðreynd að fólk mun sitja uppi með fyrrverandi maka sinn út æviskeið barna sinna og svo í gegnum barnabörn þegar fram líða stundir. „Erfiðast getur nefnilega oft verið að endurheimta traust eða virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaðurinn er frágenginn og mikið gengið á. Eftir skilnað heldur nefnilega lífið alltaf áfram og ný sambönd myndast og því er mjög mikilvægt að samskipti við fyrrverandi maka séu líka góð.“ Hefur þú lent í því að það hafi komið einhverjum á óvart að maki þeirra ákveði að leita til lögmanns við skilnaðinn? „Já það kemur fólki iðulega á óvart ef annar aðilinn hefur leitað til lögmanns. Það færir oft raunveruleika í stöðuna og oftar en ekki er það á þeirri stundu sem einstaklingurinn, sem ekki óskar eftir skilnaði, áttar sig á því að hlutirnir séu að raungerast. Það er því ekki alveg sama hvernig lögmaður ber sig að í því að nálgast þá stöðu, en hún getur oft verið viðkvæm.“ Þó svo að skilnaðurinn sé ekki slæmur segir Torfi samt sem áður gott fyrir fólk að fá aðstoð við það að finna út úr flóknum og viðkvæmum málum. Getty Fólk vant því að makinn standi með sér Torfi segir algengt að það komi fólki sem er að ganga í gegnum skilnað á óvart þegar það finnur sig í þeirri stöðu að fyrrverandi maki er jafnvel hættur að hugsa um þeirra hagsmuni og er farinn að huga meira að sinni eigin stöðu. Í sambandi fólks er það nefnilega þannig að makar gæta almennt hagsmuna hvors annars á meðan sambandinu stendur. Fólk er því vant því að makinn standi með sér. Þegar til skilnaðar kemur þá verður breyting þarna á sem reynist fólki oft mjög erfið. Á þessu stigi er fólk farið að huga í meira mæli að sinni eigin stöðu og þá iðulega á kostnað síns fyrrverandi maka. „Góður lögmaður þarf að hafa þetta í huga og vinna að því að ná að sætta þessa ólíku póla og draga frekar fram þá sameiginlegu hagsmuni sem eru til staðar.“ Eru þetta yfirleitt erfið mál og viðkvæm? „Það er allur gangur á því. Þessi mál þurfa ekkert alltaf að vera viðkvæm. Oftast koma samt upp einhverjir hitapunktar í hverjum skilnaði. Mikilvægast í starfi góðs lögmanns er að reyna að tempra þessa hitapunkta og forðast að þeir verði að miklu báli sem sjaldnast þjónar hagsmunum nokkurs, nema þá kannski hagsmunum lögmannsins, því mál sem tekur lengri tíma að leysa bera hærri þóknanir. Góður lögmaður á hins vegar alltaf að setja hagsmuni umbjóðanda síns í forgrunn.“ Torfi segir ekki öll skilnaðarmál þurfi að vera viðkvæm og í flestum tilvika nær fólk sáttum að lokum. Getty Í langflestum tilvikum nær fólk sáttum Myndir þú mæla með því að fólk leiti sér lögfræðiaðstoðar í öllum skilnuðum, hvort sem þeir eru góðir eða slæmir? „Já, ég mæli hiklaust með því að fólk leiti sér aðstoðar lögmanns. Það er mikilvægt að vandað sé til verka og að gengið sé frá málum með lögformlegum hætti. Oft eru líka atriði undir sem fólk hugar ekki endilega að og getur auðveldlega yfirsést. Því er mjög mikilvægt að fá leiðbeiningar um þau atriði.“ Er þín reynsla sú að fólk nái oftast sáttum? „Í 95% tilvika ná aðilar sáttum, sem er afar ánægjulegt. Þau mál sem fara lengra eru aðeins þau allra erfiðustu. Aðal málið í þessu fyrir lögmanninn er að þinn umbjóðandi sé sáttur með þá leið sem er valin. Stundum er það þannig að dómstólaleiðin er það sem að umbjóðandi þinn vill og ef þannig ber undir þá er það bara ákveðin niðurstaða sem fólk þarf þá að endingu bara að sætta sig við.“
Ástin og lífið Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00 „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11 Þriðjungur segist sakna fyrrverandi maka Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir söknuðu fyrrverandi maka. Eftir sambandsslit er ekki óalgengt að annar eða báðir aðilar finni fyrir söknuði, sérstaklega ef sambandið hefur varað lengi. Stundum er það þessi söknuður sem getur gert fólk ringlað og valdið því að það efast um að sambandsslitin hafi verið rétt ákvörðun. 13. desember 2020 21:35 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Makamál Rúmfræði: Aldrei eins mikil sala á sleipiefni og blætisvörum Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00
„Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11
Þriðjungur segist sakna fyrrverandi maka Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir söknuðu fyrrverandi maka. Eftir sambandsslit er ekki óalgengt að annar eða báðir aðilar finni fyrir söknuði, sérstaklega ef sambandið hefur varað lengi. Stundum er það þessi söknuður sem getur gert fólk ringlað og valdið því að það efast um að sambandsslitin hafi verið rétt ákvörðun. 13. desember 2020 21:35