Fótbolti

AGF í undan­úr­slit danska bikarsins þrátt fyrir tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur [t.v.] og félagar hans í AGF eru komnir í undanúrslit danska bikarsins. 
Jón Dagur [t.v.] og félagar hans í AGF eru komnir í undanúrslit danska bikarsins.  AGF

Jón Dagur Þorsteinsson lék rúman klukkutíma er AGF tapaði óvænt 2-1 gegn C-deildarliði B93 í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. AGF vann fyrri leik liðanna 3-0 og fer því áfram 4-2 samanlagt.

Jón Dagur var í byrjunarliði danska úrvalsdeildarliðsins sem var óvænt lent undir á 4. mínútu. Heimamenn í B93 héldu þeirri forystu út fyrri hálfleik og raunar allt þangað til aðeins tíu mínútur lifðu leiks en þá jöfnuðu gestirnir í AGF. Jón Dagur var þá farinn út af.

Heimamenn potuðu inn öðru marki í uppbótartíma og unnu leikinn því 2-1. Það dugði ekki til þar sem AGF vann fyrri leik liðanna 3-0 og fer því nokkuð örugglega áfram í undanúrslit, lokatölur einvígisins 4-2 AGF í vil samanlagt.

Ásamt AGF í undanúrslitum eru Danmerkurmeistarar Midtjylland, SönderjyskE og Randers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×