Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2021 19:30 Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. Já, það var bókstaflega blásið til fréttamannafundar um sóknina í dag því fundurinn hófst með því að Samúel Jón Samúelsson básúnuleikari og Snorri Sigurðsson trompetleikari gengu leikandi á hljóðfæri sín í salinn í Iðnó. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði samkomuna fyrstur en hann er verndari átaksins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir átakið eiga eftir að breyta Reykjavík til góðs.Stöð 2/Sigurjón „Ég fagna svo mjög þessu framtaki. Ég veit að borgin mun breyta um svip og ég veit að það er ykkur að þakka sem hér eruð. Haraldur á frumkvæðið en það gerir enginn einn það sem þarf að gera. Við tökum á þessu saman,“ sagði forsetinn meðal annars og vísaði til Haraldar Þorleifssonar forsprakka átaksins Römpum upp Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði einnig átakinu og sagði pott víða brotinn hjá hinu opinbera í þessum efnum. Stjórnarráðið hefði nú þegar sett þrjár milljónir til átaksins og félags- og barnamálaráðherra tvær milljónir. Þá þyrfti að gera gangskör í þessum efnum í mörgum byggingum ríkisins. „Þannig að ég þakka þér fyrir það Haraldur að drífa okkur hér í gang með þetta átak. Því það skiptir svo sannarlega máli og við getum öll verið sammála um að þetta er mannréttindamál sem við eigum einfaldlega að laga. Ég hlakka til að fá að taka þátt í þessu átaki og óska okkur öllum til hamingju með þennan góða dag í aðgengismálum,“ sagði forsætisráðherra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull segir Römpum upp Reykjavík aðeins vera byrjunina á því að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að fyrirtækjum og stofnunum í landinu.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði hreyfihamlaða eðilega vilja fara um allt samfélagið. Það væri fyrir tilstilli Haraldar að draumur um aðgengissjóð Reykjavíkur væri nú orðinn að raunveruleika. „En mig grunaði ekki, kæru vinir, að Haraldur væri slíkur kraftaverkamaður að geta náð öllum með og sjóðurinn sem stofnaður var í tíu milljónum í janúar er kominn í fimmtíu milljónir bara núna tveimur mánuðum seinna. Fyrir þinn og ykkar tilverknað og ég held að við eigum að gefa því sérstaklega gott klapp,“ sagði borgarstjóri og beindi máli sínu til Haraldar. Haraldur segir átakið kalla á byggingu tveggja rampa í viku að jafnaði næsta árið. Aðgengissjóður veiti allt að 80 prósenta styrk til byggingar rampa og aðstoði ef meira vanti upp á. „Þetta er bara byrjunin. Það er endalaust hægt að gera. En ef við náum hundrað römpum og fókusum á staði þar sem fólk er mikið að koma saman; í veitingahúsum, kaffihúsum, verslunum, þá mun þetta hafa mjög mikil áhrif fyrir fólk sem er í hjólastólum,“ sagði Haraldur Þorleifsson í viðtali við fréttastofu. Reykjavík Félagsmál Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37 Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Já, það var bókstaflega blásið til fréttamannafundar um sóknina í dag því fundurinn hófst með því að Samúel Jón Samúelsson básúnuleikari og Snorri Sigurðsson trompetleikari gengu leikandi á hljóðfæri sín í salinn í Iðnó. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði samkomuna fyrstur en hann er verndari átaksins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir átakið eiga eftir að breyta Reykjavík til góðs.Stöð 2/Sigurjón „Ég fagna svo mjög þessu framtaki. Ég veit að borgin mun breyta um svip og ég veit að það er ykkur að þakka sem hér eruð. Haraldur á frumkvæðið en það gerir enginn einn það sem þarf að gera. Við tökum á þessu saman,“ sagði forsetinn meðal annars og vísaði til Haraldar Þorleifssonar forsprakka átaksins Römpum upp Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði einnig átakinu og sagði pott víða brotinn hjá hinu opinbera í þessum efnum. Stjórnarráðið hefði nú þegar sett þrjár milljónir til átaksins og félags- og barnamálaráðherra tvær milljónir. Þá þyrfti að gera gangskör í þessum efnum í mörgum byggingum ríkisins. „Þannig að ég þakka þér fyrir það Haraldur að drífa okkur hér í gang með þetta átak. Því það skiptir svo sannarlega máli og við getum öll verið sammála um að þetta er mannréttindamál sem við eigum einfaldlega að laga. Ég hlakka til að fá að taka þátt í þessu átaki og óska okkur öllum til hamingju með þennan góða dag í aðgengismálum,“ sagði forsætisráðherra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull segir Römpum upp Reykjavík aðeins vera byrjunina á því að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að fyrirtækjum og stofnunum í landinu.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði hreyfihamlaða eðilega vilja fara um allt samfélagið. Það væri fyrir tilstilli Haraldar að draumur um aðgengissjóð Reykjavíkur væri nú orðinn að raunveruleika. „En mig grunaði ekki, kæru vinir, að Haraldur væri slíkur kraftaverkamaður að geta náð öllum með og sjóðurinn sem stofnaður var í tíu milljónum í janúar er kominn í fimmtíu milljónir bara núna tveimur mánuðum seinna. Fyrir þinn og ykkar tilverknað og ég held að við eigum að gefa því sérstaklega gott klapp,“ sagði borgarstjóri og beindi máli sínu til Haraldar. Haraldur segir átakið kalla á byggingu tveggja rampa í viku að jafnaði næsta árið. Aðgengissjóður veiti allt að 80 prósenta styrk til byggingar rampa og aðstoði ef meira vanti upp á. „Þetta er bara byrjunin. Það er endalaust hægt að gera. En ef við náum hundrað römpum og fókusum á staði þar sem fólk er mikið að koma saman; í veitingahúsum, kaffihúsum, verslunum, þá mun þetta hafa mjög mikil áhrif fyrir fólk sem er í hjólastólum,“ sagði Haraldur Þorleifsson í viðtali við fréttastofu.
Reykjavík Félagsmál Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37 Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37
Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffihús og bíó á uppáhalds staðnum Félagið Unnarstígur ehf., sem er í eigu Haraldar Inga Þorleifssonar, hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær. 10. mars 2021 16:28