Diljá elti kærastann og vann sér inn samning hjá sænsku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 17:00 Diljá Ýr Zomers í leik gegn Glasgow City í haust í Meistaradeild Evrópu. vísir/vilhelm Diljá Ýr Zomers hefur fengið félagaskipti til Svíþjóðar frá Val og er þegar byrjuð að spila með Gautaborgarliðinu Häcken. Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars. Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars.
Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03