NBA dagsins: Stóru Eystrasaltsstrákarnir með stórleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 15:15 Kristaps Porzingis lék sérlega vel er Dallas Mavericks lagði San Antonio Spurs að velli. getty/Tom Pennington Stóru strákarnir frá Eystrasaltsríkjunum Lettlandi og Litháen, Kristaps Porzingis og Jonas Valanciunas, áttu báðir stórleik í NBA-deildinni í nótt. Porzingis skoraði 28 stig úr aðeins sautján skotum og tók fjórtán fráköst þegar Dallas Mavericks sigraði San Antonio Spurs, 115-104. Þetta er það næstmesta sem hann hefur skorað í leik í vetur og hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í leik en í nótt. Valanciunas var með tröllatvennu þegar Memphis Grizzlies vann Washington Wizards, 127-112. Litháinn skoraði 29 stig og tók tuttugu fráköst. Auk þess varði hann fjögur skot. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Valanciunas hefur átt flott tímabil með Memphis sem er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Hann er með 16,0 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik í vetur en Valanciunas: Clint Capela (14,2), Rudy Gobert (13,1), Enes Kanter (11,9) og Giannis Antetokounmpo (11,7). Porzingis hefur verið meiðslum hrjáður eins og undanfarin ár og aðeins leikið 21 leik í vetur. Í þeim er hann með 20,5 stig og 8,6 fráköst að meðaltali. Með hann heilan er Dallas hins vegar flestir vegir færir en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. New York Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2015. Honum var skipt til Dallas fjórum árum síðar. Toronto Raptors tók Valanciunas númer fimm í nýliðavalinu 2011. Honum var skipt til Memphis um mitt tímabil 2018-19. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Memphis og Washington og Dallas og San Antonio, auk viðtals við Porzings og fimm flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Porzingis skoraði 28 stig úr aðeins sautján skotum og tók fjórtán fráköst þegar Dallas Mavericks sigraði San Antonio Spurs, 115-104. Þetta er það næstmesta sem hann hefur skorað í leik í vetur og hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í leik en í nótt. Valanciunas var með tröllatvennu þegar Memphis Grizzlies vann Washington Wizards, 127-112. Litháinn skoraði 29 stig og tók tuttugu fráköst. Auk þess varði hann fjögur skot. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Valanciunas hefur átt flott tímabil með Memphis sem er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Hann er með 16,0 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik í vetur en Valanciunas: Clint Capela (14,2), Rudy Gobert (13,1), Enes Kanter (11,9) og Giannis Antetokounmpo (11,7). Porzingis hefur verið meiðslum hrjáður eins og undanfarin ár og aðeins leikið 21 leik í vetur. Í þeim er hann með 20,5 stig og 8,6 fráköst að meðaltali. Með hann heilan er Dallas hins vegar flestir vegir færir en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. New York Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2015. Honum var skipt til Dallas fjórum árum síðar. Toronto Raptors tók Valanciunas númer fimm í nýliðavalinu 2011. Honum var skipt til Memphis um mitt tímabil 2018-19. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Memphis og Washington og Dallas og San Antonio, auk viðtals við Porzings og fimm flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00