Innlent

Bein útsending: Sálfræðistríð fremstu skákmanna landsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Áss og Hannes við upphaf skákarinnar umtöluðu í gær þar sem sá síðarnefndi hafði betur.
Helgi Áss og Hannes við upphaf skákarinnar umtöluðu í gær þar sem sá síðarnefndi hafði betur. Gunnar Björnsson

Það gæti ráðist í kvöld hverjir mætast í úrslitaeinvígi Íslandsbikarsins í skák þegar seinni skákir undanúrslitanna verða tefldar klukkan 17. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson leiða í undanúrslitaeinvígum sínum.

Íslandsbikarinn gegnir í raun hlutverki undankeppni Heimsbikarsins í skák þangað sem Íslendingar senda einn fulltrúa. Átta stigahæstu skákmenn landsins hófu keppni á dögunum þar sem sá stigahæsti mætti þeim stigalægsta og koll af kolli í útsláttakeppnisfyrirkomulagi. Vinn þarf tvær skákir til að tryggja sér sigur í einvíginu.

Mikil dramatík var í einvígi Hannesar og Helga Áss Grétarssonar í gær eins og fjallað var um á Vísi. Þá á Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson möguleika á að tryggja sér langþráða stórmeistaratign með sigri á Hjörvari Steini.

Að neðan má sjá streymi frá skákunum sem hefjast klukkan 17. 

Uppfært: Helgi Áss og Guðmundur unnu sigra í einvígum dagsins svo fram undan er úrslitaskák á föstudag. Þá er Guðmundur orðinn stórmeistari.

Hér má svo fylgjast með skákskýringum við skákirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×