Kínverjar ætla að herða tökin á kosningum í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 12:32 Frá alþýðuþingi Kína í Beijing í dag. Tillagan um að umbylta kosningakerfi Hong Kong var samþykkt mótatkvæðalaust. Tillagan nefndist „föðurlandsvinir stjórna Hong Kong“. Vísir/EPA Kosningakerfi Hong Kong verður umturnað samkvæmt tillögu sem kínverska alþýðuþingið samþykkti í dag. Andstæðingar tillögunnar segja að hún muni í reynd kæfa allt andóf gegn kínverskum stjórnvöldum verði hún að veruleika. Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26
Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18