Kínverjar ætla að herða tökin á kosningum í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 12:32 Frá alþýðuþingi Kína í Beijing í dag. Tillagan um að umbylta kosningakerfi Hong Kong var samþykkt mótatkvæðalaust. Tillagan nefndist „föðurlandsvinir stjórna Hong Kong“. Vísir/EPA Kosningakerfi Hong Kong verður umturnað samkvæmt tillögu sem kínverska alþýðuþingið samþykkti í dag. Andstæðingar tillögunnar segja að hún muni í reynd kæfa allt andóf gegn kínverskum stjórnvöldum verði hún að veruleika. Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Kjörstjórn sem er hliðholl stjórnvöldum í Beijing fengin aukin völd yfir kosningum til þings Hong Kong. Fram að þessu hefur almenningur kosið um helming sjötíu þingmanna þess og þannig hafa lýðræðissinnar átt þar sæti innan um fulltrúa hagsmunaaðila sem hafa í gengum tíðina verið hallir undir Kína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með samþykkt tillögunnar á kínverska þinginu hefst nú vinna við lagasetningu sem gæti tekið gildi í Hong Kong á næstu mánuðum. Samkvæmt þeim tillögum sem hafa verið ræddar fengi kjörstjórnin völd til þess að kanna bakgrunn allra frambjóðenda til þingsins í Hong Kong og velja marga fulltrúana þar. Færri fulltrúar yrðu kjörnir lýðræðislegri kosningu en nú. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í Hong Kong undanfarin misseri. Ný þjóðaröryggislög hafa verið notuð til þess að fangelsa mótmælendur, stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Benjamin Hillman, prófessor við Ástralska þjóðarháskólann, segir BBC að tillagan nú sé mesta breytingin á stjórnmálakerfi Hong Kong frá því að Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. „Þessar yfirgripsmiklu breytingar munu draga verulega úr svigrúmi til pólitísks andófs í Hong Kong sem er eina markmið nýju reglnanna,“ segir hann.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26 Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
47 aðgerðasinnar ákærðir fyrir brot á öryggislögum í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong hefur kært 47 aðgerðasinna fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum. Um er að ræða brot á umdeildum öryggislögum sem innleidd voru í lok maí í fyrra. Lögin eru sögð takmarka frelsi íbúa umtalsvert, sem kínversk stjórnvöld og stjórnvöld í Hong Kong hafa neitað. 28. febrúar 2021 23:26
Fjöldahandtökur í Hong Kong Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum. 6. janúar 2021 10:18