Fjallgöngumenn sem ætla sér að klífa þetta hæsta fjall heims munu þurfa að lúta ströngum reglum nepalskra yfirvalda vegna heimsfaraldursins.
Rúmlega þrjú hundruð erlendir fjallagöngumenn hafa skráð sig og fengið leyfi þar sem þeir munu gera tilraun til að komast á topp fjallsins, sem er í 8.849 hæð fyrir sjávarmáli. Fjöldinn er nokkru minni samanborið við fjallgöngutímabilið 2019.
Nepölsk yfirvöld bönnuðu ferðir fjallgöngufólks á Everest og marga aðra af hæstu tindum heims, sem einnig eru að finna í Nepal, í mars á síðasta ári.
Alls hafa um 275 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Nepal frá upphafi heimsfaraldursins og þá hafa rúmlega þrjú þúsund dauðsföll verið rakin til Covid-19 þar í landi það sem af er.
Kínversk yfirvöld munu áfram banna ferðir á Everest frá kínverskri hlið fjallsins.