Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2021 09:58 Bóluefni AstraZenica er eitt þeirra bóluefna sem hafa verið notuð í fjöldabólusetningunum hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Frá þessu segir á vef Danska ríkisútvarpsins. Þar er vísað í tilkynningu frá Dönsku heilbrigðisstofnuninni (d. Sundhedsstyrelsen). Tilkynningar hafi borist um „alvarleg tilfelli blóðtappa“ hjá fólki sem hafi verið bólusett gegn Covid-19 með bóluefni AstraZeneca. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Því hafi verið beint til þeirra sem halda utan um bólusetningar í landinu að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið. Lyfjastofnun landsins muni nú ráðast í gerð nýs mats á efninu. Ekki léttvæg ákvörðun Søren Brostrøm, forstjóri Dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, segir það ekki léttvæga ákvörðun að stöðva notkunina á umræddu efni. Danir standi nú í umfangsmestu bólusetningunum í sögu landsins og því sé þörf á öllu því bóluefni sem til boða stendur. En þar sem verið sé að bólusetja svo marga verði að bregðast við þegar tilkynningar um aukaverkanir sem þessar berist. Brostrøm segur þörf á nýju mati áður en hægt sé að hefja notkun á bóluefni AstraZeneca á ný. Brostrøm segir að þeir sem hafi nú þegar fengið fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni sprautunni. Búið sé að aflýsa bólusetningartíma hjá öllum þeim sem áttu að fá bóluefni AstraZeneca, en áfram verði bólusett með öðrum þeim bóluefnum sem í boði eru. Í frétt EuroNews segir að notkun bóluefnis AstraZeneca hafi einnig verið stöðvuð í Austurríki, Lúxemborg, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Frá þessu segir á vef Danska ríkisútvarpsins. Þar er vísað í tilkynningu frá Dönsku heilbrigðisstofnuninni (d. Sundhedsstyrelsen). Tilkynningar hafi borist um „alvarleg tilfelli blóðtappa“ hjá fólki sem hafi verið bólusett gegn Covid-19 með bóluefni AstraZeneca. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Því hafi verið beint til þeirra sem halda utan um bólusetningar í landinu að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið. Lyfjastofnun landsins muni nú ráðast í gerð nýs mats á efninu. Ekki léttvæg ákvörðun Søren Brostrøm, forstjóri Dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, segir það ekki léttvæga ákvörðun að stöðva notkunina á umræddu efni. Danir standi nú í umfangsmestu bólusetningunum í sögu landsins og því sé þörf á öllu því bóluefni sem til boða stendur. En þar sem verið sé að bólusetja svo marga verði að bregðast við þegar tilkynningar um aukaverkanir sem þessar berist. Brostrøm segur þörf á nýju mati áður en hægt sé að hefja notkun á bóluefni AstraZeneca á ný. Brostrøm segir að þeir sem hafi nú þegar fengið fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni sprautunni. Búið sé að aflýsa bólusetningartíma hjá öllum þeim sem áttu að fá bóluefni AstraZeneca, en áfram verði bólusett með öðrum þeim bóluefnum sem í boði eru. Í frétt EuroNews segir að notkun bóluefnis AstraZeneca hafi einnig verið stöðvuð í Austurríki, Lúxemborg, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira