Sænski hjúkrunarfræðingurinn Lisa Enroth var valin úr hópi tólf þúsund umsækjanda frá 45 löndum til að vera eini áhorfandinn á hátíðinni. Lisa eyddi heilli viku á sænsku eyjunni Pater Noster þar sem hún horfði á alls 30 myndir.

Í útvarpsviðtali við kanadísku útvarpsstöðina CBC lýsir Lisa því hvað hafi heillað hana við heimildarmyndina sem hún segir hafa staðið upp úr öllum þeim 30 myndum sem hún horfði á. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér að neðan.
Í Háskólabíói hefur myndin A Song Called Hate verið sýnd daglega og lýkur sýningum þar á morgun fimmtudag.
Myndin er einnig sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi á fimmtudagskvöldið og í Alþýðuhúsinu á Ísafirði þann 1. apríl næst komandi.