Einn frægasti leikvangur heims verður endurskírður í höfuðið á Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 09:31 Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem Pele, átti magnaða feril á sínum tíma. EPA-EFE/SEBASTIAO MOREIRA Borgarstjórnin í Ríó hefur ákveðið að heiðra einn besta knattspyrnumann sögunnar með því að nefna heimsþekktan íþróttaleikvang eftir honum. Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo. Fótbolti Brasilía Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira