Hvenær er einkaleyfi ekki einkaleyfi? Bergþór Bergsson skrifar 10. mars 2021 07:30 Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Höfundaréttur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun