Hvenær er einkaleyfi ekki einkaleyfi? Bergþór Bergsson skrifar 10. mars 2021 07:30 Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Höfundaréttur Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi. Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar, og eru veitt eftir umsókn fyrir tilteknar uppfinningar. Uppfinningin verður að vera a) ný með tilliti til þess sem er þekkt fyrir umsóknardag, b) frábrugðin öðrum sambærilegum uppfinningum í verulegum atriðum og c) tæknileg. Einkaleyfi veitir uppfinningamanni einkarétt til að hagnýta uppfinninguna í atvinnuskyni. Einkaleyfi eru ein af mörgum tegundum svokallaðra hugverkaréttinda, sem öllum er ætlað að vernda tiltekin hugverk. Önnur hugverkaréttindi eru t.d. vörumerki, hönnun, höfundarréttur og viðskiptaleyndarmál, sem öll veita ólíka réttarvernd. Hönnunarréttindum er t.a.m. ætlað að vernda útlit vöru og höfundarréttinum ætlað að vernda hugmyndir, s.s. bókmenntir og tölvukóða. Vörumerkjum, ólíkt einkaleyfum, er ætlað að vernda nafn, orðspor og viðskiptavild fyrirtækja, og þeim er ætlað að aðgreina vöru og þjónustu á markaði. Handhafi vörumerkisins hefur einkarétt á notkun þess. Algengustu tegundir vörumerkja eru svokölluð orðmerki og myndmerki. Dæmi um verðmætt orðmerki er Apple, og dæmi um verðmætt myndmerki er Apple merkið, sem er epli. Hugkverkarréttindi geta skarast. Uppfinningamaður getur þannig verið með einkaleyfi á tiltekinni uppfinningu, en jafnframt verið með hönnunarvernd fyrir útliti uppfinningarinnar. Uppfinningamaður getur þó aldrei fengið einkaleyfi á vörumerki, enda vörumerki ekki tæknileg uppfinning, heldur einkaréttur á notkun vörumerkisins. Af einkaleyfum og vörumerkjum Nokkuð hefur borið á því að fjölmiðlar rugli saman einkaleyfum og öðrum hugverkaréttindum, þá sérstaklega vörumerkjum. Fjölmiðlar landsins hafa til dæmis flutt fréttir af því að „Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland sé ógilt“, því Hugverkastofa Evrópu ógilti vörumerkjaskráningu verslunarkeðjunnar Iceland Foods. Victoria Beckham á að hafi fengið „einkaleyfi á nafni dóttur sinnar“, sem heitir Harper. Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa jafnframt „lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu.“, hönnuðurinn Maison Margiela hefur fengið „einkaleyfi á ekkert“ því flíkurnar hans voru merktar með hvítu merki sem ekkert stóð á nema tölur og LeBron James vill „einkaleyfi á takóþriðjudegi“. Að lokum má ekki gleyma fréttaumfjöllun um Íslendinginn sem náði sér í „einkaleyfi á orðmerkinu „HÚH“. Hann hlaut talsverða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að hagnast á menningararfi okkar Íslendinga, og sendi yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem að hann talaði um skráningu orðmerkisins „HÚH“ og því klárlega um að ræða vörumerki. Það er ljóst að orðin Iceland, Harper og Sussex Royal eru ekki uppfinningar, heldur er um að ræða einkarétt á vörumerki. Jafnframt uppfyllir hvorki fyrirbærið takóþriðjudagur né HÚH frumskilyrði einkaleyfa, þ.e. fyrirbærið er hvorki sérlega nýmóðins né tæknilegt. Frá einkaleyfum til einkaleyfa Einkaleyfi finnast víðar í lagasafninu en innan hugverkaréttar. Hugtakið þekkist jafnframt sem annað heiti á sérleyfum. Happdrætti Háskóla Íslands var með einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti hér á landi og samkvæmt lögum gátu rútubílafyrirtæki verið með einkaleyfi á tilteknum leiðum. Það breytir því þó ekki, að hugtakið einkaleyfi hefur ákveðna lagalega þýðingu innan hugverkaréttarins og veitir einkaleyfishafa tiltekna réttarvernd. Það er því misvísandi að tala um einkaleyfi á HÚH-inu eða takóþriðjudögum, þegar í reynd er átt við vörumerki eða önnur hugverkaréttindi. Slík ónákvæmni í orðavali er til þess fallin gera umfjöllun um hugverkaréttindi í fjölmiðlum óskýra, og skapa misskilning um eðli einkaleyfa og annara hugverkaréttinda meðal almennings. Hver veit nema þetta gæti leitt til þess, að uppfinningamenn framtíðarinnar verði í vafa um hvernig þeir skuli standa að verndun hagsmuna sinna, og hvert þeir eigi að snúa sér? Höfundur er lögfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun