Stuðningsmenn Liverpool geta andað léttar: Klopp tekur ekki við þýska landsliðinu í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 14:17 Jürgen Klopp talar við Sadio Mane, leikmann Liverpool, fyrir einn leik liðsins á dögunum. EPA-EFE/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tók af allan ef á blaðamannafundi sínum í dag. Hann er ekki að fara að taka við þýska landsliðinu af Joachim Löw. Í dag var það gert opinbert að Joachim Löw ætli að hætta með þýska landsliðið eftir EM í sumar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að menn voru fljótir að orða einn annan þýskan stjóra við starfið. Það hefur lítið gengið hjá Liverpool á þessu tímabili og um leið að fréttist af því að þýska landsliðsþjálfarastarfið myndi losna í haust þá fóru sumir að velta því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp myndi hætta með Liverpool og taka við þýska landsliðinu. "If I'm available for the job of German national coach in the summer? No."Jurgen Klopp when asked about a potential link to the German head coach role after Joachim Low announced he is leaving pic.twitter.com/eBOJARPOZU— Football Daily (@footballdaily) March 9, 2021 Stuðningsmenn Liverpool geta nú andað léttar því Klopp þvertók fyrir það á blaðamannafundi sínum í dag að hann væri að fara að taka við þýska landsliðinu í sumar. „Mun ég taka við þýska landsliðinu í sumar? Nei,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi í dag en fram undan er Meistaradeildarleikur á móti þýska liðinu RB Leipzig. „Joachim Löw hefur unnið magnað starf. Það mun einhver annar en ég taka við starfinu hans og miðað við allan þann fjölda góðra stjóra sem Þýskaland á þá er ég viss um að þýska sambandið finnur góðan mann í starfið,“ sagði Klopp. BREAKING | #LFC manager Jurgen Klopp has ruled himself out of taking on the Germany job...Joachim Low announced this morning that he will be stepping down from his position as Germany manager after #EURO2020.More from @JamesPearceLFC & @honigsteinhttps://t.co/g5wu28k3GV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 9, 2021 „Ég á enn þrjú ár eftir af samningi mínum hjá Liverpool, er ekki svo? Þetta er einfalt. Þú skrifar undir samning og stendur við hann. Ég stóð við samningana mína hjá bæði Mainz og Dortmund,“ sagði Klopp. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Í dag var það gert opinbert að Joachim Löw ætli að hætta með þýska landsliðið eftir EM í sumar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að menn voru fljótir að orða einn annan þýskan stjóra við starfið. Það hefur lítið gengið hjá Liverpool á þessu tímabili og um leið að fréttist af því að þýska landsliðsþjálfarastarfið myndi losna í haust þá fóru sumir að velta því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp myndi hætta með Liverpool og taka við þýska landsliðinu. "If I'm available for the job of German national coach in the summer? No."Jurgen Klopp when asked about a potential link to the German head coach role after Joachim Low announced he is leaving pic.twitter.com/eBOJARPOZU— Football Daily (@footballdaily) March 9, 2021 Stuðningsmenn Liverpool geta nú andað léttar því Klopp þvertók fyrir það á blaðamannafundi sínum í dag að hann væri að fara að taka við þýska landsliðinu í sumar. „Mun ég taka við þýska landsliðinu í sumar? Nei,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi í dag en fram undan er Meistaradeildarleikur á móti þýska liðinu RB Leipzig. „Joachim Löw hefur unnið magnað starf. Það mun einhver annar en ég taka við starfinu hans og miðað við allan þann fjölda góðra stjóra sem Þýskaland á þá er ég viss um að þýska sambandið finnur góðan mann í starfið,“ sagði Klopp. BREAKING | #LFC manager Jurgen Klopp has ruled himself out of taking on the Germany job...Joachim Low announced this morning that he will be stepping down from his position as Germany manager after #EURO2020.More from @JamesPearceLFC & @honigsteinhttps://t.co/g5wu28k3GV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 9, 2021 „Ég á enn þrjú ár eftir af samningi mínum hjá Liverpool, er ekki svo? Þetta er einfalt. Þú skrifar undir samning og stendur við hann. Ég stóð við samningana mína hjá bæði Mainz og Dortmund,“ sagði Klopp.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira