Innlent

Gul viðvörun á fjórum spásvæðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gula viðvörunin nær yfir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir.
Gula viðvörunin nær yfir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir. Viðvörunin tekur gildi klukkan sex í fyrramálið og gildir til miðnættis. Varað er við hvassviðri eða stormi, snjókomu eða hríð og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun kom fram að hyggilegt væri fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög væru skipulögð þar sem veturinn minnir nú á sig eftir hagstæða tíð undanfarið.

Ólíkt jarðskjálftavirkninni hefur veðrið verið með blíðasta móti víða um land undanfarið. Því er ástæða til að benda á...

Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×