Við skulum ekki skjóta okkur í fótinn Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 9. mars 2021 08:01 Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls. Af hverju viljum við ekki að það hlýni? Það er staðreynd að eftir því sem við losum meira kolefni þá eykst hlýnun og það er slæmt. Hlýnunin er slæm af nokkrum ástæðum - m.a. sjáum við stöðugt vaxandi öfgar í veðri og sjórinn súrnar. Það hefur áhrif á framtíð okkar og lífríkisins alls. Þegar horft er á stóru myndina er ljóst að mikilvægast er að vernda lífríkið. Bæði vegna tilveruréttar lífríkisins og einnig vegna þess að við byggjum lífsviðurværi okkar á náttúrunni og fjölbreytileika hennar. Flestir þekkja IPCC, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en færri þekkja IPBES, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Þróunin á þessum tveimur sviðum er samtvinnuð en samt lokar fólk oft augunum fyrir samhenginu. Sameinuðu þjóðirnar eru vanar að tileinka hvert ár einu málefni. Aftur á móti hefur allur áratugurinn 2011-2021 verið tileinkaður líffræðilegum fjölbreytileika, sem segir sitt um mikilvægi málefnisins. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um válista fugla, spendýra og æðplantna á Íslandi og segir frá stöðu þeirra í heiminum. Þar eru fjölmörg dýr og margar plöntur á válista! Þeirra á meðal eru lundinn og landselurinn, dýr sem bæði eru mörgum landsmönnum hjartfólgin. Við megum ekki gleyma því hvað er raunverulega í húfi þegar talað er um hnattræna hlýnun. Vistkerfin eru hringrásarkerfi lífs og náttúru og við erum partur af því hringrásarkerfi þrátt fyrir að við séum farin að upplifa okkur ansi aðskilin því. Forðumst því skyndilausnir á loftslagskrísunni sem koma niður á vistkerfum heimsins. Það leysir ekki vandamálið. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna og verðandi mastersnemi í leiðtogahæfni í náttúruvernd við háskólann í Cambridge. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls. Af hverju viljum við ekki að það hlýni? Það er staðreynd að eftir því sem við losum meira kolefni þá eykst hlýnun og það er slæmt. Hlýnunin er slæm af nokkrum ástæðum - m.a. sjáum við stöðugt vaxandi öfgar í veðri og sjórinn súrnar. Það hefur áhrif á framtíð okkar og lífríkisins alls. Þegar horft er á stóru myndina er ljóst að mikilvægast er að vernda lífríkið. Bæði vegna tilveruréttar lífríkisins og einnig vegna þess að við byggjum lífsviðurværi okkar á náttúrunni og fjölbreytileika hennar. Flestir þekkja IPCC, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en færri þekkja IPBES, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Þróunin á þessum tveimur sviðum er samtvinnuð en samt lokar fólk oft augunum fyrir samhenginu. Sameinuðu þjóðirnar eru vanar að tileinka hvert ár einu málefni. Aftur á móti hefur allur áratugurinn 2011-2021 verið tileinkaður líffræðilegum fjölbreytileika, sem segir sitt um mikilvægi málefnisins. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um válista fugla, spendýra og æðplantna á Íslandi og segir frá stöðu þeirra í heiminum. Þar eru fjölmörg dýr og margar plöntur á válista! Þeirra á meðal eru lundinn og landselurinn, dýr sem bæði eru mörgum landsmönnum hjartfólgin. Við megum ekki gleyma því hvað er raunverulega í húfi þegar talað er um hnattræna hlýnun. Vistkerfin eru hringrásarkerfi lífs og náttúru og við erum partur af því hringrásarkerfi þrátt fyrir að við séum farin að upplifa okkur ansi aðskilin því. Forðumst því skyndilausnir á loftslagskrísunni sem koma niður á vistkerfum heimsins. Það leysir ekki vandamálið. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna og verðandi mastersnemi í leiðtogahæfni í náttúruvernd við háskólann í Cambridge. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun