Ekki einn af þeim hundrað bestu í heimi í fyrsta sinn síðan 1993 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 15:31 Phil Mickelson hefur ekki verið að spila vel á þessu ári. Getty/Carmen Mandato Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er ekki lengur meðal hundrað efstu á heimslistanum í golfi og það eru söguleg tímamót. Mickelson hafði fram að nýjasta listanum verið inn á topp hundrað síðan árið eða síðan að hann vann International tournament sem var hans annar sigur á PGA-móti. Mickelson var búinn að vera meðal hundrað bestu í heimi samfellt í 1425 vikur eða í næstum því þrjá áratugi. Mickelson tók ekki þátt í Arnold Palmer Invitational mótinu um helgina og er nú dottinn niður í 101. sæti á listanum. For the first time since 1993, Phil Mickelson is outside the top 100 of the Official World Golf Ranking. https://t.co/Qur8J8FCuK— Golfweek (@golfweek) March 8, 2021 Hinn fimmtugi Mickelson hóf árið í 66. sæti listans en hefur ekki spilað vel á árinu 2021. Hann er búinn að taka þátt í fjórum mótum, náði tvisvar sinnum ekki niðurskurðinum og endaði í 53. sæti á hinum tveimur mótunum. Mickelson hefur alls unnið 55 mót á PGA-mótaröðinni, fimm risamót og er þegar kominn inn í heiðurshöll golfsins. Phil Mickelson out of the top 100 for the first time since August 1993, when world rankings included: 1. Faldo 2. Norman 3. Langer 22. Seve 28. Tom Watson 57. Craig Stadler 67. David Feherty 75. John Daly (cc @RyanLavnerGC @RexHoggardGC)https://t.co/eC2BXj3iWh pic.twitter.com/28nzvvONiO— Nick Zaccardi (@nzaccardi) March 8, 2021 Mickelson komst inn á topp hundrað sumarið 1993 en náði hæst í annað sæti heimslistans. Tiger Woods sá til þess að Mickelson komst aldrei á toppinn því Phil var í öðru sæti eftir Tiger í 270 vikur. Mickelson vann síðast mót árið 2019 en það var á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Mickelson hafði fram að nýjasta listanum verið inn á topp hundrað síðan árið eða síðan að hann vann International tournament sem var hans annar sigur á PGA-móti. Mickelson var búinn að vera meðal hundrað bestu í heimi samfellt í 1425 vikur eða í næstum því þrjá áratugi. Mickelson tók ekki þátt í Arnold Palmer Invitational mótinu um helgina og er nú dottinn niður í 101. sæti á listanum. For the first time since 1993, Phil Mickelson is outside the top 100 of the Official World Golf Ranking. https://t.co/Qur8J8FCuK— Golfweek (@golfweek) March 8, 2021 Hinn fimmtugi Mickelson hóf árið í 66. sæti listans en hefur ekki spilað vel á árinu 2021. Hann er búinn að taka þátt í fjórum mótum, náði tvisvar sinnum ekki niðurskurðinum og endaði í 53. sæti á hinum tveimur mótunum. Mickelson hefur alls unnið 55 mót á PGA-mótaröðinni, fimm risamót og er þegar kominn inn í heiðurshöll golfsins. Phil Mickelson out of the top 100 for the first time since August 1993, when world rankings included: 1. Faldo 2. Norman 3. Langer 22. Seve 28. Tom Watson 57. Craig Stadler 67. David Feherty 75. John Daly (cc @RyanLavnerGC @RexHoggardGC)https://t.co/eC2BXj3iWh pic.twitter.com/28nzvvONiO— Nick Zaccardi (@nzaccardi) March 8, 2021 Mickelson komst inn á topp hundrað sumarið 1993 en náði hæst í annað sæti heimslistans. Tiger Woods sá til þess að Mickelson komst aldrei á toppinn því Phil var í öðru sæti eftir Tiger í 270 vikur. Mickelson vann síðast mót árið 2019 en það var á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira