Þessi fengu styrk frá Hönnunarsjóði Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2021 15:31 Fjölmargir fengu styrk frá Hönnunarsjóði. Hönnunarsjóður úthlutaði á föstudaginn tuttugu styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og þrettán ferðastyrkjum til tíu verkefna. Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hönnunarsjóði. Umhverfi, samfélag, sjálfbærni, nýsköpun og þróun eru rauður þráður verkefna styrkþega í fyrri úthlutun Hönnunarsjóðs 2021. Hæsta styrkinn hlutu þau Simon Joscha Flender, Embla Vigfúsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Jesper Pedersen fyrir verkefnið Kjarnasamfélag Reykjavíkur, sem er samfélag stofnað, stjórnað og rekið af íbúum sjálfum sem koma að hönnun og þróun umhverfi síns. Verkefnið hlaut 2,5 milljónir króna í verkefnastyrk. Snið Mót, verkefni Valdísar Steinardóttur hlaut 2 milljónir í þróunar- og rannsóknarstyrk og Fræ til stærri afreka, verkefni Emilíu Borgþórsdóttur 2 milljónir í verkefnastyrk. Sjóðurinn hefur ekki veitt ferðastyrki síðan í febrúar 2020 en að þessu sinni hlutu 10 verkefni 13 ferðastyrki, 100 þúsund krónur hver. Heildarupphæð ferðastyrkja í þessari úthlutun var því 1.300.000 kr. Heildarlista yfir styrkþega má sjá hér að neðan og á vef Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs. Þróunar- og rannsóknarstyrkir Snið Mót, Valdís Steinarsdóttir hlaut 2.000.000 kr. Þróun á nýrri aðferð við framleiðslu á fatnaði. Í stað þess að klippa út snið og sauma saman er fljótandi náttúrulegu efni hellt í tvívítt form. Þegar efnið þornar er flíkin tilbúin. Við þessa framleiðsluaðferð fer ekkert efni til spillis. Jónófón HIFI, Jón Helgi Hólmgeirsson hlaut 1.500.000 kr. Verkefnið snýst um að hanna og útfæra umhverfisvænan plötuspilara framleiddan úr íslenskum efnivið. Meginþorri verkefnisins er rannsóknarvinna sem beinir sjónum að framleiðslueiginleikum íslenskra efna og hvernig eiginleikar þeirra geti nýst þar sem hljóðvist er mikilvæg. Merki Íslands, Brandenburg hlutu 1.000.000 kr. Bókin Merki Íslands mun innihalda yfirlit íslenskra vörumerkja frá ýmsum tímabilum. Saga íslenskra vörumerkja er stór þáttur íslenskrar hönnunarsögu sem ekki hefur verið fjallað um áður. Í bókinni verður þverskurður merkja; þessi fallegu, tímalausu, gleymdu, úreltu, skrítnu og umfram allt sígildu. Náttúruleg textíllitun í nútíma hönnun. Samstarfsverkefni með fatahönnuðinum Arnari Má Jónssyni, Sigmundur Páll Freysteinsson hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið snýst um að þróa aðferðir í vistvænni náttúrulegri textíllitun sem nýtast í framleiðslu fatalína fyrir alþjóða markað, í samstarfi við hönnuðinn Arnar Már Jónsson. Aðferðirnar byggja á fyrri rannsóknum Sigmundar. Nýjar vistvænar og framsæknar aðferðir verða tengdar við nútíma hönnun Arnars Más. Otoseeds Design, a collection of plantable items made out of recyclebles, Lena Marczyńska og Maciej Zimoch hlutu 1.000.000 kr. Otoseeds sameinar úrgangspappír, „otoliths“, fiskbein og fræ til að búa til sterkan og áferðarfallegan pappír sem vaknar til lífsins með vatni. Kannað verður möguleikann á að notkun þessa sjálfbæra efnis í hönnuðum vörum sem brotna niður lífrænt. Hægfara ferli. Sigrún Sigvaldadóttir hlaut 1.000.000 kr. Letur úr íslenskum bókum er sett í sögulegt samhengi með gerð töflu þar sem sjá má letur allt frá upphafi ritaldar hér á landi. Verkefninu er ætlað að sýna hvernig letur hefur tekið á sig nýja mynd með breyttum aðferðum og hugmyndum og auka meðvitund um þróun og breytingar sem hafa átt sér stað. Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt. Björg Vilhjálmsdóttir hönnuður, Hjálmar Sveinsson, heimspekingur, rithöfundur og útgefandi og Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt hlutu 500.000 kr. Rannsókn og heimildaröflun um Vilhjálm Hjálmarsson arkitekt sett upp í heimasíðu. Heimasíðan mun bæta við mikilvægum kafla í byggingarsögu Íslands, en ekki er til heildræn skráning á verkum hans. Verkefnið fellst í skráningu, ljósmyndun helstu verka og ítarlegu viðtali við Vilhjálm. Verkefnastyrkir Kjarnasamfélag Reykjavíkur, Simon Joscha Flender, Embla Vigfúsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Jesper Pedersen hlutu 2.500.000 kr. Kjarnasamfélag (KS) Reykjavíkur vinnur að því að stofna og byggja fyrsta KS á Íslandi. Haldnar verða vinnustofur með væntanlegum íbúum og hönnun samfélagsins verður unnið með þeim. Opin kynningarráðstefna verður haldin í lok ferlisins. Ráðgert er að byggingarferlið hefjist í lok árs 2022. Fræ til stærri afreka - frumgerðir og lokaafurð, Emilía Borgþórsdóttir hlaut 2.000.000 kr. Þátttökuverðlaun unnin úr lífrænum massa sem innihalda birkifræ. Þegar dáðst hefur verið að gripnum er hægt að gróðursetja hann svo upp spretti verðlaunagarður. Þetta ýtir undir hringrásarhagkerfið og kennir börnum á öllum aldri umhverfis- og skógarvernd. Vistbók - verkfæri fyrir sjálfbærari byggingariðnað, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Svala Jónsdóttir og Berglind Ómarsdóttir hlutu 1.500.000 kr. Verkefnið er nýsköpunarverkefni í íslenskum byggingariðnaði sem miðar að þróun á verkfæri fyrir sjálfbærari byggingariðnað. Vistbók mun auðvelda fagaðilum sem og húseigendum að velja umhverfisvottaðar byggingarvörur og utanumhald á byggingum í umhverfisvottunarferli. Greenbytes: User Impact Dashboard Design and Implementation. Arnar Fells Gunnarsson, Arnar Ingi Viðarsson, Ilona Tukkiniemi, Jillian Verbeurgt og Renata Bade Barajas hlutu 1.000.000 kr. Hönnun og innleiðing UX viðmóts sem sýnir notendum áhrif gervigreindar til að draga úr matarsóun. Notendur munu sjá tengslin milli þess að draga úr matarsóun á jörðinni og auka á hagnað. Markmiðið er að gera mælingar á sjálfbærni aðgengilegri og áhrifameiri. Bey(g)ja borðspil stig 2 (framleiðsla), Fanny Sissoko hlaut 1.000.000 kr. Borðspilið „Bey(g)ja“ hjálpar fólki að læra íslensku sem annað mál. Spilarar æfa málfræði á skemmtilegan hátt og óhætt er að prófa sig áfram, gera mistök og reyna á ný. Spilið notar myndir og rím úr ljóðlist til að auðvelda nemendum að muna setningar og efla sjálfstraust nemenda í daglegri tjáningu. Peysa með öllu fyrir alla, Ýr Jóhannsdóttir hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið er framhald af samstarfi Ýrúrarí við fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi og fer fram í opinni vinnustofudvöl á Hönnunarsafni Íslands. Þá býðst almenningi að taka þátt í skapandi viðhaldi á peysum sem annars væri ekki hægt að selja í Rauða kross verslununum. Með vísan í sögu þjóðar, Fríða Jensína Jónsdóttir hlaut 1.000.000 kr. Hönnun á nýrri skartgripalínu sem sækir innblástur í tvær gamlar útskornar fjalir. Myndefni annarar fjalarinnar er sótt í þekkta sögu af Flóres konungi og hin fjölin sýnir mann að berjast við ófreskju í líki dreka. Voru þessar fjalir í Árneskirkju á Ströndum á 17. öld. Arkitýpa - rýmishúsgögn með áherslu á hringrásarhönnun. Ástríður Birna Árnadóttir og Karitas Möller, arkitektar FAÍ hlutu 1.000.000 kr. Nýskapandi arkitektúr og endurnýtt byggingarefni sameinast í rýmisgögnum ARKITÝPU. Hönnunin er á mörkum þess að vera húsgögn og byggingarhlutar. Verkefnastyrkur til að koma rýmisgögnum í framleiðslu með auknu hlutfalli endurnýttra byggingarefna í þverfaglegu samstarfi með áherslu á hringrásarhönnun. Andrými/Visual campaign/Mural. N Natalia Klimowicz, Elsa Jónsdóttir, Björn Loki Björnsson hlutu 600.000 kr. Endurmörkun Andrýmis, sem byrjar á að gera aðalskrifstofuna að kennileiti í Reykjavík. Verkefnið snýst um að hanna og mála nýja veggmynd á aðalskrifstofu Andrýmis í miðbæ Reykjavíkur. Andrými er róttækt samfélagsrými með áherslu á félagslegt óréttlæti. Markaðs- og kynningarstyrkir Fæða | FOOD í útrás, Guðbjörg Gissurardóttir hlaut 1.000.000 kr. Tímaritið FÆÐA | FOOD þjónar mikilvægu hlutverki sem málgagn íslenskrar matarmenningar og sjálfbærni. Tímalaus hönnun og vandaðar ljósmyndir gera þetta blað að einstökum prentgrip sem selt er í 25 löndum og yfir 150 verslunum. Ekkert íslenskt tímarit hefur náð eins mikilli alþjóðlegri dreifingu. Iða / Candle Carousel, Þórunn Árnadóttir hlaut 750.000 kr. Ný vara væntanleg á markað vor/sumar 2021: Iða / Candle Carousel. Iða er einskonar samruni óróa og kertastjaka, kertin nýta sína eigin orku til að hreyfast í hringi. Kristín Þorkelsdóttir, ferill, viðhorf og verk. Bryndís Björgvinsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir og Kristín Þorkelsdóttir hlutu 500.000 kr. Kristín Þorkelsdóttir er frumkvöðull á sviði grafískrar hönnunar og hefur komið allt í senn að hönnun rótgróinna vörumerkja, íslensku peningaseðlanna, fjölda bóka og auglýsinga en hún átti og rak um árabil eina stærstu auglýsingastofu landsins – AUK. Í bígerð er bók um feril Kristínar og sýning um feril hennar. The Fan Chair, Tobia Zambotti hlaut 500.000 kr. The Fan Chair (Stóll aðdáendanna) gefur gömlum stúkustætum nýtt líf, með það að markmiði að endurnýta og minnka plastrusl. Gerð kynningar- og markaðsefnis fyrir verkefnið. Ferðastyrkir, 100 þúsund kr. hver Emil Ásgrímsson, Weird pickle, Stokkhólmur. Kristín Sigurðardóttir, Íslenska glerið, Ísland. Kormákur & Skjöldur, tveir styrkir vegna verkefnisins Íslenskt tweed, Austurríki og París. Marta Sigríður Róbertsdóttir, „Working environments of the future“, Amsterdam. Þrír styrkir vegna verkefnisins, Knowing the Ropes, Ísland. Jóna Berglind Stefánsdóttir, „Objective á Southerns Swedish Design Days“ Malmö. Helga Lára Halldórsdóttir, „Objective á Southerns Swedish Design Days“ Malmö. Elín-Margot Ármannsdóttir, styrkur vegna verkefnisins Hooch: Fermenting Communities, Aarhus. Sigrún Úlfarsdóttir, „The Glass Slipper“, Portúgal. Carissa Baktay, „Solo exhibition of experimental glass design“, Ebeltoft, Danmörk. Menning Nýsköpun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hönnunarsjóði. Umhverfi, samfélag, sjálfbærni, nýsköpun og þróun eru rauður þráður verkefna styrkþega í fyrri úthlutun Hönnunarsjóðs 2021. Hæsta styrkinn hlutu þau Simon Joscha Flender, Embla Vigfúsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Jesper Pedersen fyrir verkefnið Kjarnasamfélag Reykjavíkur, sem er samfélag stofnað, stjórnað og rekið af íbúum sjálfum sem koma að hönnun og þróun umhverfi síns. Verkefnið hlaut 2,5 milljónir króna í verkefnastyrk. Snið Mót, verkefni Valdísar Steinardóttur hlaut 2 milljónir í þróunar- og rannsóknarstyrk og Fræ til stærri afreka, verkefni Emilíu Borgþórsdóttur 2 milljónir í verkefnastyrk. Sjóðurinn hefur ekki veitt ferðastyrki síðan í febrúar 2020 en að þessu sinni hlutu 10 verkefni 13 ferðastyrki, 100 þúsund krónur hver. Heildarupphæð ferðastyrkja í þessari úthlutun var því 1.300.000 kr. Heildarlista yfir styrkþega má sjá hér að neðan og á vef Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs. Þróunar- og rannsóknarstyrkir Snið Mót, Valdís Steinarsdóttir hlaut 2.000.000 kr. Þróun á nýrri aðferð við framleiðslu á fatnaði. Í stað þess að klippa út snið og sauma saman er fljótandi náttúrulegu efni hellt í tvívítt form. Þegar efnið þornar er flíkin tilbúin. Við þessa framleiðsluaðferð fer ekkert efni til spillis. Jónófón HIFI, Jón Helgi Hólmgeirsson hlaut 1.500.000 kr. Verkefnið snýst um að hanna og útfæra umhverfisvænan plötuspilara framleiddan úr íslenskum efnivið. Meginþorri verkefnisins er rannsóknarvinna sem beinir sjónum að framleiðslueiginleikum íslenskra efna og hvernig eiginleikar þeirra geti nýst þar sem hljóðvist er mikilvæg. Merki Íslands, Brandenburg hlutu 1.000.000 kr. Bókin Merki Íslands mun innihalda yfirlit íslenskra vörumerkja frá ýmsum tímabilum. Saga íslenskra vörumerkja er stór þáttur íslenskrar hönnunarsögu sem ekki hefur verið fjallað um áður. Í bókinni verður þverskurður merkja; þessi fallegu, tímalausu, gleymdu, úreltu, skrítnu og umfram allt sígildu. Náttúruleg textíllitun í nútíma hönnun. Samstarfsverkefni með fatahönnuðinum Arnari Má Jónssyni, Sigmundur Páll Freysteinsson hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið snýst um að þróa aðferðir í vistvænni náttúrulegri textíllitun sem nýtast í framleiðslu fatalína fyrir alþjóða markað, í samstarfi við hönnuðinn Arnar Már Jónsson. Aðferðirnar byggja á fyrri rannsóknum Sigmundar. Nýjar vistvænar og framsæknar aðferðir verða tengdar við nútíma hönnun Arnars Más. Otoseeds Design, a collection of plantable items made out of recyclebles, Lena Marczyńska og Maciej Zimoch hlutu 1.000.000 kr. Otoseeds sameinar úrgangspappír, „otoliths“, fiskbein og fræ til að búa til sterkan og áferðarfallegan pappír sem vaknar til lífsins með vatni. Kannað verður möguleikann á að notkun þessa sjálfbæra efnis í hönnuðum vörum sem brotna niður lífrænt. Hægfara ferli. Sigrún Sigvaldadóttir hlaut 1.000.000 kr. Letur úr íslenskum bókum er sett í sögulegt samhengi með gerð töflu þar sem sjá má letur allt frá upphafi ritaldar hér á landi. Verkefninu er ætlað að sýna hvernig letur hefur tekið á sig nýja mynd með breyttum aðferðum og hugmyndum og auka meðvitund um þróun og breytingar sem hafa átt sér stað. Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt. Björg Vilhjálmsdóttir hönnuður, Hjálmar Sveinsson, heimspekingur, rithöfundur og útgefandi og Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt hlutu 500.000 kr. Rannsókn og heimildaröflun um Vilhjálm Hjálmarsson arkitekt sett upp í heimasíðu. Heimasíðan mun bæta við mikilvægum kafla í byggingarsögu Íslands, en ekki er til heildræn skráning á verkum hans. Verkefnið fellst í skráningu, ljósmyndun helstu verka og ítarlegu viðtali við Vilhjálm. Verkefnastyrkir Kjarnasamfélag Reykjavíkur, Simon Joscha Flender, Embla Vigfúsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Jesper Pedersen hlutu 2.500.000 kr. Kjarnasamfélag (KS) Reykjavíkur vinnur að því að stofna og byggja fyrsta KS á Íslandi. Haldnar verða vinnustofur með væntanlegum íbúum og hönnun samfélagsins verður unnið með þeim. Opin kynningarráðstefna verður haldin í lok ferlisins. Ráðgert er að byggingarferlið hefjist í lok árs 2022. Fræ til stærri afreka - frumgerðir og lokaafurð, Emilía Borgþórsdóttir hlaut 2.000.000 kr. Þátttökuverðlaun unnin úr lífrænum massa sem innihalda birkifræ. Þegar dáðst hefur verið að gripnum er hægt að gróðursetja hann svo upp spretti verðlaunagarður. Þetta ýtir undir hringrásarhagkerfið og kennir börnum á öllum aldri umhverfis- og skógarvernd. Vistbók - verkfæri fyrir sjálfbærari byggingariðnað, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Svala Jónsdóttir og Berglind Ómarsdóttir hlutu 1.500.000 kr. Verkefnið er nýsköpunarverkefni í íslenskum byggingariðnaði sem miðar að þróun á verkfæri fyrir sjálfbærari byggingariðnað. Vistbók mun auðvelda fagaðilum sem og húseigendum að velja umhverfisvottaðar byggingarvörur og utanumhald á byggingum í umhverfisvottunarferli. Greenbytes: User Impact Dashboard Design and Implementation. Arnar Fells Gunnarsson, Arnar Ingi Viðarsson, Ilona Tukkiniemi, Jillian Verbeurgt og Renata Bade Barajas hlutu 1.000.000 kr. Hönnun og innleiðing UX viðmóts sem sýnir notendum áhrif gervigreindar til að draga úr matarsóun. Notendur munu sjá tengslin milli þess að draga úr matarsóun á jörðinni og auka á hagnað. Markmiðið er að gera mælingar á sjálfbærni aðgengilegri og áhrifameiri. Bey(g)ja borðspil stig 2 (framleiðsla), Fanny Sissoko hlaut 1.000.000 kr. Borðspilið „Bey(g)ja“ hjálpar fólki að læra íslensku sem annað mál. Spilarar æfa málfræði á skemmtilegan hátt og óhætt er að prófa sig áfram, gera mistök og reyna á ný. Spilið notar myndir og rím úr ljóðlist til að auðvelda nemendum að muna setningar og efla sjálfstraust nemenda í daglegri tjáningu. Peysa með öllu fyrir alla, Ýr Jóhannsdóttir hlaut 1.000.000 kr. Verkefnið er framhald af samstarfi Ýrúrarí við fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi og fer fram í opinni vinnustofudvöl á Hönnunarsafni Íslands. Þá býðst almenningi að taka þátt í skapandi viðhaldi á peysum sem annars væri ekki hægt að selja í Rauða kross verslununum. Með vísan í sögu þjóðar, Fríða Jensína Jónsdóttir hlaut 1.000.000 kr. Hönnun á nýrri skartgripalínu sem sækir innblástur í tvær gamlar útskornar fjalir. Myndefni annarar fjalarinnar er sótt í þekkta sögu af Flóres konungi og hin fjölin sýnir mann að berjast við ófreskju í líki dreka. Voru þessar fjalir í Árneskirkju á Ströndum á 17. öld. Arkitýpa - rýmishúsgögn með áherslu á hringrásarhönnun. Ástríður Birna Árnadóttir og Karitas Möller, arkitektar FAÍ hlutu 1.000.000 kr. Nýskapandi arkitektúr og endurnýtt byggingarefni sameinast í rýmisgögnum ARKITÝPU. Hönnunin er á mörkum þess að vera húsgögn og byggingarhlutar. Verkefnastyrkur til að koma rýmisgögnum í framleiðslu með auknu hlutfalli endurnýttra byggingarefna í þverfaglegu samstarfi með áherslu á hringrásarhönnun. Andrými/Visual campaign/Mural. N Natalia Klimowicz, Elsa Jónsdóttir, Björn Loki Björnsson hlutu 600.000 kr. Endurmörkun Andrýmis, sem byrjar á að gera aðalskrifstofuna að kennileiti í Reykjavík. Verkefnið snýst um að hanna og mála nýja veggmynd á aðalskrifstofu Andrýmis í miðbæ Reykjavíkur. Andrými er róttækt samfélagsrými með áherslu á félagslegt óréttlæti. Markaðs- og kynningarstyrkir Fæða | FOOD í útrás, Guðbjörg Gissurardóttir hlaut 1.000.000 kr. Tímaritið FÆÐA | FOOD þjónar mikilvægu hlutverki sem málgagn íslenskrar matarmenningar og sjálfbærni. Tímalaus hönnun og vandaðar ljósmyndir gera þetta blað að einstökum prentgrip sem selt er í 25 löndum og yfir 150 verslunum. Ekkert íslenskt tímarit hefur náð eins mikilli alþjóðlegri dreifingu. Iða / Candle Carousel, Þórunn Árnadóttir hlaut 750.000 kr. Ný vara væntanleg á markað vor/sumar 2021: Iða / Candle Carousel. Iða er einskonar samruni óróa og kertastjaka, kertin nýta sína eigin orku til að hreyfast í hringi. Kristín Þorkelsdóttir, ferill, viðhorf og verk. Bryndís Björgvinsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir og Kristín Þorkelsdóttir hlutu 500.000 kr. Kristín Þorkelsdóttir er frumkvöðull á sviði grafískrar hönnunar og hefur komið allt í senn að hönnun rótgróinna vörumerkja, íslensku peningaseðlanna, fjölda bóka og auglýsinga en hún átti og rak um árabil eina stærstu auglýsingastofu landsins – AUK. Í bígerð er bók um feril Kristínar og sýning um feril hennar. The Fan Chair, Tobia Zambotti hlaut 500.000 kr. The Fan Chair (Stóll aðdáendanna) gefur gömlum stúkustætum nýtt líf, með það að markmiði að endurnýta og minnka plastrusl. Gerð kynningar- og markaðsefnis fyrir verkefnið. Ferðastyrkir, 100 þúsund kr. hver Emil Ásgrímsson, Weird pickle, Stokkhólmur. Kristín Sigurðardóttir, Íslenska glerið, Ísland. Kormákur & Skjöldur, tveir styrkir vegna verkefnisins Íslenskt tweed, Austurríki og París. Marta Sigríður Róbertsdóttir, „Working environments of the future“, Amsterdam. Þrír styrkir vegna verkefnisins, Knowing the Ropes, Ísland. Jóna Berglind Stefánsdóttir, „Objective á Southerns Swedish Design Days“ Malmö. Helga Lára Halldórsdóttir, „Objective á Southerns Swedish Design Days“ Malmö. Elín-Margot Ármannsdóttir, styrkur vegna verkefnisins Hooch: Fermenting Communities, Aarhus. Sigrún Úlfarsdóttir, „The Glass Slipper“, Portúgal. Carissa Baktay, „Solo exhibition of experimental glass design“, Ebeltoft, Danmörk.
Menning Nýsköpun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira