„Þetta er ekki lægð, þetta er hrun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 13:30 Liverpool er í miklum mótbyr þessa dagana. getty/Phil Noble Gary Neville segir að lið Liverpool sé hörmulegt að öllu leyti um þessar mundir og það hafi tapað öllu sem gerði það svo gott. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin. Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Fulham, 0-1, í gær en þetta var sjötta tap liðsins á heimavelli í röð. Það hefur aldrei áður gerst í sögu Liverpool. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool hefur verið algjörlega frábært og náð ótrúlegum hæðum og fyrir nokkrum vikum sagði ég að það væri eðlilegt að liðið dalaði aðeins og ég myndi fara varlega í að gagnrýna það,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports. „Þetta er fjórða árið og við gátum aldrei gert þetta á fjórða ári hjá United. Þá kom alltaf lægð en við lentum samt í 2. eða 3. sæti. Þetta er hrun, algjört hrun. Þeir eru hræðilegir að öllu leyti. Ég veit ekki hvað þetta er.“ Neville hefur trú á að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nái að snúa gengi Rauða hersins við en segir að það verði ekki auðvelt þar sem Evrópumótið fari fram í sumar og lykilmenn Liverpool fái því litla hvíld fyrir næsta tímabil. „Þeir eru ekkert að fara á taugum. Klopp hefur reynsluna og þekkinguna og veit að hann þarf bara að klára þetta tímabil. Svo þarf hann að berja í brestina. En svo hugsarðu um EM og leikmennirnir hans fá ekki mikla hvíld. En þeir þurfa að safna liði, standa saman og vonast til að þetta hafi ekki varanleg áhrif á sjálfstraustið. Þeir unnu Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, þetta er enn sami hópur,“ sagði Neville. „Í fótbolta er þetta aldrei eins slæmt og það virðist vera. Við svekkjum okkur alltaf og kveljum sjálfa okkur þegar við gerum mistök og þeir gera það núna. En þú afrekaðir ekki það sem þú gerðir án þess að vera með frábæra leikmenn og frábært lið. Þú kemst ekki í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni án þess að vera með stórkostlegt lið. En þetta er furðulegt.“ Næsti leikur Liverpool er gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Liverpool vann fyrri leik liðanna, sem var heimaleikur Leipzig, með tveimur mörkum gegn engu og er því í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslitin.
Enski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30 Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8. mars 2021 09:30
Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton. 7. mars 2021 15:56