Viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry Bretaprins var sýnt á sjónvarpsstöðunni CBS í nótt og vakti mikla athygli.
Þar talaði Meghan opinskátt um líf sitt og áskoranir eftir að hún byrjaði með Harry. Hún sagðist meðal annars hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og henni hafi liðið svo illa að hún hafi íhugað að fyrirfara sér.
Meghan fékk stuðning úr ýmsum áttum eftir að viðtalið fór í loftið, meðal annars frá vinkonu sinni, Serenu Williams.
Í tísti sem tennisstjarnan birti í nótt sagði hún að óeigingjarna vinkona sín, Meghan, kenni sér á hverjum degi hvað það þýði að vera sannarlega göfuglynd.
Serena sagðist hafa orðið fyrir kynjamisrétti og kynþáttafordómum eins og Meghan og markmiðið með því væri að brjóta þær niður og lítillækka þær. Serena sagðist vonast til að dóttir sín og ófædd dóttir Meghans og Harrys myndu alast upp í betra og umburðarlyndara samfélagi en þær gerðu.
Serena og Meghan hittust á góðgerðarsamu fyrir nokkrum árum og varð strax vel til vina.
Serena var gestur í brúðkaupi Meghans og Harrys 2018 og ári seinna hýsti hún steypiboð Meghans þegar hún gekk með son sinn, Archie. Meghan hefur svo mætt á risamót í tennis til að fylgjast með Serenu.