Serena Williams hrósar Meghan Markle fyrir viðtalið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 13:00 Vinkonurnar Meghan Markle og Serena Williams á góðri stund. getty/Kevin Mazur Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, á hauk í horni í tennisstjörnunni Serenu Williams. Viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry Bretaprins var sýnt á sjónvarpsstöðunni CBS í nótt og vakti mikla athygli. Þar talaði Meghan opinskátt um líf sitt og áskoranir eftir að hún byrjaði með Harry. Hún sagðist meðal annars hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og henni hafi liðið svo illa að hún hafi íhugað að fyrirfara sér. Meghan fékk stuðning úr ýmsum áttum eftir að viðtalið fór í loftið, meðal annars frá vinkonu sinni, Serenu Williams. Í tísti sem tennisstjarnan birti í nótt sagði hún að óeigingjarna vinkona sín, Meghan, kenni sér á hverjum degi hvað það þýði að vera sannarlega göfuglynd. Serena sagðist hafa orðið fyrir kynjamisrétti og kynþáttafordómum eins og Meghan og markmiðið með því væri að brjóta þær niður og lítillækka þær. Serena sagðist vonast til að dóttir sín og ófædd dóttir Meghans og Harrys myndu alast upp í betra og umburðarlyndara samfélagi en þær gerðu. pic.twitter.com/fYx4HlZutl— Serena Williams (@serenawilliams) March 8, 2021 Serena og Meghan hittust á góðgerðarsamu fyrir nokkrum árum og varð strax vel til vina. Serena var gestur í brúðkaupi Meghans og Harrys 2018 og ári seinna hýsti hún steypiboð Meghans þegar hún gekk með son sinn, Archie. Meghan hefur svo mætt á risamót í tennis til að fylgjast með Serenu. Tennis Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry Bretaprins var sýnt á sjónvarpsstöðunni CBS í nótt og vakti mikla athygli. Þar talaði Meghan opinskátt um líf sitt og áskoranir eftir að hún byrjaði með Harry. Hún sagðist meðal annars hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar og henni hafi liðið svo illa að hún hafi íhugað að fyrirfara sér. Meghan fékk stuðning úr ýmsum áttum eftir að viðtalið fór í loftið, meðal annars frá vinkonu sinni, Serenu Williams. Í tísti sem tennisstjarnan birti í nótt sagði hún að óeigingjarna vinkona sín, Meghan, kenni sér á hverjum degi hvað það þýði að vera sannarlega göfuglynd. Serena sagðist hafa orðið fyrir kynjamisrétti og kynþáttafordómum eins og Meghan og markmiðið með því væri að brjóta þær niður og lítillækka þær. Serena sagðist vonast til að dóttir sín og ófædd dóttir Meghans og Harrys myndu alast upp í betra og umburðarlyndara samfélagi en þær gerðu. pic.twitter.com/fYx4HlZutl— Serena Williams (@serenawilliams) March 8, 2021 Serena og Meghan hittust á góðgerðarsamu fyrir nokkrum árum og varð strax vel til vina. Serena var gestur í brúðkaupi Meghans og Harrys 2018 og ári seinna hýsti hún steypiboð Meghans þegar hún gekk með son sinn, Archie. Meghan hefur svo mætt á risamót í tennis til að fylgjast með Serenu.
Tennis Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira