Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 06:42 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í nótt. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira