Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2021 20:55 Hjónin Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson eru bændur í Borgum í Kollavík. Arnar Halldórsson Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Sjá meira
Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13