Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2021 20:55 Hjónin Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson eru bændur í Borgum í Kollavík. Arnar Halldórsson Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13