Golf

Lee Westwood efstur fyrir lokahringinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lee Westwood er efstur fyrir lokahringinn á Arnold Palmer Invitational.
Lee Westwood er efstur fyrir lokahringinn á Arnold Palmer Invitational. Nordic Photos/Getty Images

Englendingurinn Lee Westwood stendur best að vígi fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational. Hann fór á 65 höggum í dag, eða heilum sjö höggum undir pari og er því í heildina 11 höggum undir pari.

Rétt á eftir Westwood eru þeir Bryan DeChambeau og Corey Conners, en þeir eru báðir 10 höggum undir pari.

Doug Ghim var hástökkvari dagsins af efstu tíu kylfingunum. Hann spilaði á 65 höggum,  rétt eins og Westwood og stökk upp um 31 sæti. 

Keegan Bradley átti frábæran dag, en hann spilaði hringinn á 64 höggum og hoppaði upp um 22 sæti. Hann er nú jafn Jordan Spieth í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×