Teitur um Njarðvíkurliðið: Afskaplega daprir, hörmulegir varnarlega, þreyttir og gamlir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 10:31 Njarðvíkurliðið er orðið þreytt og gamalt að mati Teits Örlygssonar. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var ekki að skafa ofan af því er hann ræddi sitt gamla lið í þætti gærkvöldsins. Hann tætti varnarleik liðsins í sig og sagði liðið gamalt og þreytt. „Ég veit það ekki. Ég er búinn að taka svo mörg „rönt“ hérna yfir Njarðvík síðustu árin að ég hef eiginlega ekki geð í mér. Kannski að Benni [Benedikt Guðmundsson] svari þessi bara núna,“ sagði Teitur aðspurður hvað væri í gangi í Njarðvík. „Þeir eru afskaplega daprir. Það þarf ekkert að benda neinum á það, það vita það allir. Þetta er bara ráðaleysi finnst mér, báðum megin. Hörmulegir varnarlega, það virðist enginn metnaður vera varnarlega. Það er engin liðsvörn og þetta er alltaf einn á einn. Það eru aldrei fimm menn að dekka boltann, allskyns undirstöðuatriði bara hræðileg,“ bætti Teitur við eftir að Benni sendi spurninguna rakleiðis til baka. „Ef þú horfir á Njarðvík eru kannski tveir menn að spila síðasta tímabilið sitt og aðrir – útlendingar – líklega bara í síðasta „gigginu“ sínu. Liðið er bara þreytt og gamalt.“ Nefndi Teitur þá Rodney Glasgow og Kyle Johnson er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði út í hvaða erlendu leikmenn um væri að ræða. Teitur telur einnig að Logi Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson séu að spila sitt síðasta tímabil. „Þetta eru allt saman menn sem eru að spila helling af mínútum og eru í risa hlutverki.“ Um leikinn gegn KR „Það sem gladdi mig mest í gær var Veigar [Páll Alexandersson], fannst hann virkilega flottur. Varnarleikurinn hjá mörgum mönnum – Jón Arnór [Sverrisson] til dæmis - búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum. Varnarleikurinn hjá [Antonio] Hester skelfilegur en mjög flottur í sókn. Maciek [Stanislav Baginski] þarf tíma, hann er líklega besti skotmaðurinn af þeim öllum. Er aðeins of þungur og á eftir að létta sig.“ Benni fór í kjölfarið yfir að það vanti afburðaleikmenn í Njarðvíkurliðið. Allir leikmennirnir séu fínir en það séu engir „toppar“ í liðinu. Hvorki íslenskir né erlendir. „Svo þrífast hinir á svoleiðis leikmanni. Ef þú ert kominn með frábæran leikmann sem getur búið eitthvað til. Þeir geta litið út fyrir að vera rosalega góðir með því að grípa bara boltann einhverstaðar og skjóta honum,“ bætti Teitur við. „Bakvarðarvörnin hjá Njarðvík líka [í vandræðum]. Hún gerir það að verkum að þessir stóru menn í Njarðvík eru mjög oft í villuvandræðum. Vörn og sókn hjá Glasgow og Jóni Arnóri er búin að vera skelfileg. Þegar leikstjórnandinn er að spila illa áttu voðalega lítinn séns á að vinna leiki,“ bætti Teitur við að lokum. Sjá má allt „rantið“ hans Teits sem og innlegg frá Benna og Kjartani Atla í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru yfir vandræði Njarðvíkur Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Ég veit það ekki. Ég er búinn að taka svo mörg „rönt“ hérna yfir Njarðvík síðustu árin að ég hef eiginlega ekki geð í mér. Kannski að Benni [Benedikt Guðmundsson] svari þessi bara núna,“ sagði Teitur aðspurður hvað væri í gangi í Njarðvík. „Þeir eru afskaplega daprir. Það þarf ekkert að benda neinum á það, það vita það allir. Þetta er bara ráðaleysi finnst mér, báðum megin. Hörmulegir varnarlega, það virðist enginn metnaður vera varnarlega. Það er engin liðsvörn og þetta er alltaf einn á einn. Það eru aldrei fimm menn að dekka boltann, allskyns undirstöðuatriði bara hræðileg,“ bætti Teitur við eftir að Benni sendi spurninguna rakleiðis til baka. „Ef þú horfir á Njarðvík eru kannski tveir menn að spila síðasta tímabilið sitt og aðrir – útlendingar – líklega bara í síðasta „gigginu“ sínu. Liðið er bara þreytt og gamalt.“ Nefndi Teitur þá Rodney Glasgow og Kyle Johnson er Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði út í hvaða erlendu leikmenn um væri að ræða. Teitur telur einnig að Logi Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson séu að spila sitt síðasta tímabil. „Þetta eru allt saman menn sem eru að spila helling af mínútum og eru í risa hlutverki.“ Um leikinn gegn KR „Það sem gladdi mig mest í gær var Veigar [Páll Alexandersson], fannst hann virkilega flottur. Varnarleikurinn hjá mörgum mönnum – Jón Arnór [Sverrisson] til dæmis - búinn að vera hræðilegur í síðustu leikjum. Varnarleikurinn hjá [Antonio] Hester skelfilegur en mjög flottur í sókn. Maciek [Stanislav Baginski] þarf tíma, hann er líklega besti skotmaðurinn af þeim öllum. Er aðeins of þungur og á eftir að létta sig.“ Benni fór í kjölfarið yfir að það vanti afburðaleikmenn í Njarðvíkurliðið. Allir leikmennirnir séu fínir en það séu engir „toppar“ í liðinu. Hvorki íslenskir né erlendir. „Svo þrífast hinir á svoleiðis leikmanni. Ef þú ert kominn með frábæran leikmann sem getur búið eitthvað til. Þeir geta litið út fyrir að vera rosalega góðir með því að grípa bara boltann einhverstaðar og skjóta honum,“ bætti Teitur við. „Bakvarðarvörnin hjá Njarðvík líka [í vandræðum]. Hún gerir það að verkum að þessir stóru menn í Njarðvík eru mjög oft í villuvandræðum. Vörn og sókn hjá Glasgow og Jóni Arnóri er búin að vera skelfileg. Þegar leikstjórnandinn er að spila illa áttu voðalega lítinn séns á að vinna leiki,“ bætti Teitur við að lokum. Sjá má allt „rantið“ hans Teits sem og innlegg frá Benna og Kjartani Atla í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru yfir vandræði Njarðvíkur Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira