Gefur nýjum þjálfara Breiðabliks ellefu af tíu mögulegum í einkunn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 11:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er einn fjögurra leikmanna Íslandsmeistara Breiðabliks sem eru farnir í atvinnumennsku. vísir/hulda margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, hefur litlar áhyggjur af sínum gömlu liðsfélögum í Breiðabliki í sumar. Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrra en hafa síðan þá misst ansi sterka leikmenn. Auk Karólínu eru Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir farnar í atvinnumennsku og þá er markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir hætt. „Þeir eru búnir að missa nokkur mörk,“ sagði Karólína en þær, Berglind, Sveindís og Alexandra skoruðu fjörutíu af 66 mörkum liðsins í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. „En ég hef engar áhyggjur af þessu. Það eru líka margir stórir póstar að koma inn. Það gleymist oft,“ sagði Karólína og vísaði þar til Ástu Eirar Árnadóttur, Hildar Antonsdóttur, Selmu Sólar Magnúsdóttur og Fjollu Shollu sem voru fjarverandi í fyrra vegna meiðsla og barneigna. „Þetta eru ekkert litlir leikmenn en auðvitað er erfitt að missa svona mikið og fá líka nýjan þjálfara. En ég veit að Blikar fengu geggjaðan þjálfara,“ sagði Karólína. Nýi þjálfarinn sem tók við Breiðabliki eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins heitir Vilhjálmur Kári Haraldsson. Karólína þekkir hann ágætlega en hann er pabbi hennar. „Ég gef þjálfaranum ellefu af tíu mögulegum í einkunn,“ sagði landsliðskonan hlæjandi. En kom það henni á óvart að pabbi hennar skyldi taka við Breiðabliki? „Karlinn var náttúrulega hættur. En ég er ánægð með að mamma hafi leyft honum að taka allavega eitt ár. En hann er frábær þjálfari og þetta er geggjað tækifæri fyrir hann, til dæmis að sýna sig í Meistaradeildinni,“ sagði Karólína. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrra en hafa síðan þá misst ansi sterka leikmenn. Auk Karólínu eru Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir farnar í atvinnumennsku og þá er markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir hætt. „Þeir eru búnir að missa nokkur mörk,“ sagði Karólína en þær, Berglind, Sveindís og Alexandra skoruðu fjörutíu af 66 mörkum liðsins í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. „En ég hef engar áhyggjur af þessu. Það eru líka margir stórir póstar að koma inn. Það gleymist oft,“ sagði Karólína og vísaði þar til Ástu Eirar Árnadóttur, Hildar Antonsdóttur, Selmu Sólar Magnúsdóttur og Fjollu Shollu sem voru fjarverandi í fyrra vegna meiðsla og barneigna. „Þetta eru ekkert litlir leikmenn en auðvitað er erfitt að missa svona mikið og fá líka nýjan þjálfara. En ég veit að Blikar fengu geggjaðan þjálfara,“ sagði Karólína. Nýi þjálfarinn sem tók við Breiðabliki eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins heitir Vilhjálmur Kári Haraldsson. Karólína þekkir hann ágætlega en hann er pabbi hennar. „Ég gef þjálfaranum ellefu af tíu mögulegum í einkunn,“ sagði landsliðskonan hlæjandi. En kom það henni á óvart að pabbi hennar skyldi taka við Breiðabliki? „Karlinn var náttúrulega hættur. En ég er ánægð með að mamma hafi leyft honum að taka allavega eitt ár. En hann er frábær þjálfari og þetta er geggjað tækifæri fyrir hann, til dæmis að sýna sig í Meistaradeildinni,“ sagði Karólína.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira