Umfjöllun og viðtöl: KA - Selfoss 24-24 | Lokatölurnar þær sömu og á Selfossi Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. mars 2021 21:00 vísir/elín björg KA tók á móti Selfoss í KA heimilinu í kvöld. Selfoss var í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn og KA í því sjöunda, þó bara stig á milli þeirra. Deildin mjög spennandi og leikurinn í KA heimilinu átti eftir að vera háspenna. Lokaniðurstaða 24-24 jafntefli sem er nákvæmlega sama niðurstaða og varð í Hleðsluhöllinni í haust. Selfoss hóf leikinn betur og náði þriggja marka forystu þegar um 10 mínútur voru búnar af hálfleiknum. Staðan 2-5 og sóknarleikur Selfoss í góðu jafnvægi á meðan KA menn fundu fá svör við sterkri vörn gestanna. Áki Egilsnes náði þó að brjóta ísinn og í kjölfarið fylgdu tvö mörk í viðbót frá KA mönnum og þeir búnir að jafna leikinn. S elfoss var samt áfram með frumkvæðið. Þar fór Hergeir Grímsson fremstur í flokki en hann skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik, næstum helming marka gestanna. Selfoss hélt forystunni í einu til þremur mörkum og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 11-13 fyrir gestina. Jóhann Árni fékk kjörið tækifæri til að minnka munin fyrir leikhlé úr vítakasti þegar leiktíminn var úti en skaut yfir markið. Seinni hálfleikur var ekki síður spennandi. Gestirnir héldu uppteknum hætti og komust mest í þriggja marka foryrstu 13-16 en heimamenn komu alltaf til baka. KA menn komust svo yfir 18-17 þegar um korter lifði leiks en það var í fyrsta skipti sem KA náði forystunni síðan í stöðunni 2-1. Það má sannarlega skrifa á frábæra markvörslu frá Nicholas sem fór heldur betur í gang í seinni hálfleik og varði að endingu 15 skot. Síðasta korterið var æsispennandi og jafnt á öllum tölum. Liðin skiptust á að skora og ekki síður að tapa boltanum. Markverðirnir gerðu einnig vel í að verja úr dauðafærum og úr varð háspenna. Það var svo Árni Bragi sem skoraði 24. mark KA þegar um hálf mínúta lifði leiks. Halldór Sigfússon þjálfari Selfoss var fljótur til og tók leikhlé. Gestirnir fóru í sína lokasókn og maður leiksins, Hergeir Grímsson tryggi Selfoss stig úr erfiðu skoti þegar um tíu sekúndur voru eftir. KA reyndi eina lokasókn en tókst ekki að gera sér mat úr henni og niðurstaðan sú sama og á Selfossi í haust, 24-24 og bæði lið frekar svekkt. Afhverju var jafntefli? Tvö hörkulið sem börðust alveg til enda og gáfust ekki upp er stutta svarið. Selfoss klaufar að nýta sér ekki þegar þeir komust þremur mörkum yfir tvisvar í leiknum en í bæði skiptin fengu þeir tækifæri til að skora það fjórða. KA hefur hins vegar sýnt það í vetur að þeir gefast aldrei upp og það varð uppskriftin að þessu jafntefli. Hverjar stóðu upp úr? Hergeir Grímsson var gjörsamlega magnaður fyrir Selfoss og skoraði eins og hefur komið fram 11 mörk úr 14 skotum. Var ískaldur í lok leiks og náði í jafntefli fyrir Selfoss með marki úr nokkuð erfiðari stöðu. Báðir markmennirnir voru frábærir. Vilius Rasimas varði 16 skot fyrir Selfoss, 41% markvörslu. Nicholas Satchwell fór í gang í seinni hálfleik og varði að endingu 15 bolta fyrir KA menn. Þeir áttu það sameiginlegt að vera að taka bolta úr dauðafærum og gera sóknarmönnum lífið ansi leitt. Varnir beggja liða voru líka mjög góðar og stóðu vel. Hvað gekk illa? Það var mikið um tapaða bolta í leiknum og illa farið með góð færi en það var á báða bóga. Gestirnir naga sig líklega í handböndin en þeir höfðu yfirhöndina meirihluta leiks og gátu oft á tíðum náð betri stjórn á leiknum en tvívegis voru þeir komnir með þriggja marka forystu og gátu skorað það fjórða en misstu þá boltann eða tóku vondar ákvarðanir í sóknarleiknum. Hvað gerist næst? Það er komið að kærkomri pásu fyrir leikmenn Olís deildarinnar. KA mun þann 17. Mars næstkomandi heimsæka Gróttu á Seltjarnarnesið og Selfoss fær Aftureldingu í heimsókn í Hleðsluhöllina. Jónatan Magnússon: Við viljum spila með KA hjartanu „Ég hefði gjarnan viljað að við hefum staðið síðustu vörnina. Það er það sem situr í mér að við höfum ekki náð að stoppa þá sókn. Annars var þetta kaflaskiptur leikur en mér fannst við sýna mikinn karakter. Mér fannst við vera að berjast og varnarlega fínir. Auðvitað erfitt að kljást við Selfoss sem er með frábært lið. Ég er stoltur af mínu liði, þeir börðu sig inn í þetta. Þess vegna er maður svekktur núna að fá ekki nema eitt stig. Við mætum til að taka tvö stig,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir leikinn. „Selfoss er að spila mjög góða vörn og hafa gert það í allan vetur. Partur af sóknarleiknum er að skora úr færunum og mér fannst við vera að fara með of mikið af góðum færum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að nýta betur færin en á sama tíma var markmaðurinn þeirra að verja vel. Við fengum frábæra markvörslu í seinni hálfleik sem var mjög gott. Það er þetta í lokin sem skemmir og þess vegna er upplifunin eins og við höfum tapað þessu stigi.“ „Bæði lið eru með hörkulið. Við viljum spila með KA hjartanu og sýna að okkur sé ekki sama hvað við erum að gera. Mikið sem við stöndum fyrir náðum við í dag. Það var miklu meiri kraftur í okkur í dag heldur en í síðasta leik þannig ég er ánægður með það. Við erum í stigasöfnun og við erum í mikilli keppni við liðin í kringum okkur þess vegna tek ég þetta eina stig frekar en ekki neitt.“ Halldór Sigfússon: Við vorum stundum klaufar fram á við „Tvö góð lið með mikið hjarta, hörku leikur og skemmtilegir áhorfendur. Það er virkilega sætt fyrir okkur að klára þetta síðasta mark úr því sem komið var en ég er mjög ósáttur við 10 mínútur í seinni hálfleik þar sem við erum 17-14 yfir og með leikinn í höndunum á okkur. Við erum hrikalega lélegir í yfirtölunni þegar við erum 6 á móti 5. Það er bara kafli sem við köstum frá okkur og komum þeim inn í leikinn á okkar aulahætti. Ég er svolítið svekktur með það en ég get ekkert sagt við leikmennina mína nema hrósa þeim fyrir að halda áfram.“ „Mér fannst við vera að standa góða vörn en fannst við stundum vera klaufar fram á við. Við vorum að klikka á dauðafærum og skjóta á vondu tempói. Þessi kafli í seinni hálfleik situr aðallega í mér þar sem við komum þeim inn í leikinn, við þurftum ekki að gera það. Við vorum í raun með smá hreðjartak á þeim og mér fannst við geta náð fjórða markinu og þá náð ennþá betri stjórn á leiknum en þeir eru fljótir að koma til baka og við gáfum þeim tækifæri til þess. Það var ekkert endilega að þeir væru stórkostlegir frekar að við vorum að kasta boltanum frá okkur.“ Það er ljóst að Guðmundur Hólmar mun ekki spila meira með Selfoss í vetur þar sem hásin hans slitnaði í upphitnun fyrir leikinn á móti ÍBV í síðustu umferð. Guðmundur hefur verið í stóru hlutverki í liði Selfoss í vetur. „Við erum með fleiri leikmenn í hópnum. Auðvitað er Gummi frábær leikmaður og erfitt svo sem að bæta það en menn verða bara að stíga upp. Við erum með aðra góða leikmenn í þessari stöðu. Lífið heldur áfram og það færist bara byrði yfir á næsta mann. Eins og maður segir stundum eins manns dauði er annars manns brauð og leikmenn verða þá bara að hirða sénsinn og sýna að þeir eru nógu góðir til að spila.“ Hergeir var magnaður á miðjunni hjá Selfoss með 11 mörk. „Hergeir er búinn að vera frábær upp á síðkastið og klárar þetta gríðarlega vel í lokinn. Smá heppins stimpil yfir því en stundum er það þannig að þegar þú ert búinn að eiga frábæran leik þá færðu kannski eitt svona mark gefins í lokinn. Búinn að vera frábær á miðjunni og hefur stígið upp. Selfoss strákur með gríðarlega stórt hjarta og vilja fyrir liðið, frábær handboltamaður.“ Olís-deild karla KA UMF Selfoss
KA tók á móti Selfoss í KA heimilinu í kvöld. Selfoss var í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn og KA í því sjöunda, þó bara stig á milli þeirra. Deildin mjög spennandi og leikurinn í KA heimilinu átti eftir að vera háspenna. Lokaniðurstaða 24-24 jafntefli sem er nákvæmlega sama niðurstaða og varð í Hleðsluhöllinni í haust. Selfoss hóf leikinn betur og náði þriggja marka forystu þegar um 10 mínútur voru búnar af hálfleiknum. Staðan 2-5 og sóknarleikur Selfoss í góðu jafnvægi á meðan KA menn fundu fá svör við sterkri vörn gestanna. Áki Egilsnes náði þó að brjóta ísinn og í kjölfarið fylgdu tvö mörk í viðbót frá KA mönnum og þeir búnir að jafna leikinn. S elfoss var samt áfram með frumkvæðið. Þar fór Hergeir Grímsson fremstur í flokki en hann skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik, næstum helming marka gestanna. Selfoss hélt forystunni í einu til þremur mörkum og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 11-13 fyrir gestina. Jóhann Árni fékk kjörið tækifæri til að minnka munin fyrir leikhlé úr vítakasti þegar leiktíminn var úti en skaut yfir markið. Seinni hálfleikur var ekki síður spennandi. Gestirnir héldu uppteknum hætti og komust mest í þriggja marka foryrstu 13-16 en heimamenn komu alltaf til baka. KA menn komust svo yfir 18-17 þegar um korter lifði leiks en það var í fyrsta skipti sem KA náði forystunni síðan í stöðunni 2-1. Það má sannarlega skrifa á frábæra markvörslu frá Nicholas sem fór heldur betur í gang í seinni hálfleik og varði að endingu 15 skot. Síðasta korterið var æsispennandi og jafnt á öllum tölum. Liðin skiptust á að skora og ekki síður að tapa boltanum. Markverðirnir gerðu einnig vel í að verja úr dauðafærum og úr varð háspenna. Það var svo Árni Bragi sem skoraði 24. mark KA þegar um hálf mínúta lifði leiks. Halldór Sigfússon þjálfari Selfoss var fljótur til og tók leikhlé. Gestirnir fóru í sína lokasókn og maður leiksins, Hergeir Grímsson tryggi Selfoss stig úr erfiðu skoti þegar um tíu sekúndur voru eftir. KA reyndi eina lokasókn en tókst ekki að gera sér mat úr henni og niðurstaðan sú sama og á Selfossi í haust, 24-24 og bæði lið frekar svekkt. Afhverju var jafntefli? Tvö hörkulið sem börðust alveg til enda og gáfust ekki upp er stutta svarið. Selfoss klaufar að nýta sér ekki þegar þeir komust þremur mörkum yfir tvisvar í leiknum en í bæði skiptin fengu þeir tækifæri til að skora það fjórða. KA hefur hins vegar sýnt það í vetur að þeir gefast aldrei upp og það varð uppskriftin að þessu jafntefli. Hverjar stóðu upp úr? Hergeir Grímsson var gjörsamlega magnaður fyrir Selfoss og skoraði eins og hefur komið fram 11 mörk úr 14 skotum. Var ískaldur í lok leiks og náði í jafntefli fyrir Selfoss með marki úr nokkuð erfiðari stöðu. Báðir markmennirnir voru frábærir. Vilius Rasimas varði 16 skot fyrir Selfoss, 41% markvörslu. Nicholas Satchwell fór í gang í seinni hálfleik og varði að endingu 15 bolta fyrir KA menn. Þeir áttu það sameiginlegt að vera að taka bolta úr dauðafærum og gera sóknarmönnum lífið ansi leitt. Varnir beggja liða voru líka mjög góðar og stóðu vel. Hvað gekk illa? Það var mikið um tapaða bolta í leiknum og illa farið með góð færi en það var á báða bóga. Gestirnir naga sig líklega í handböndin en þeir höfðu yfirhöndina meirihluta leiks og gátu oft á tíðum náð betri stjórn á leiknum en tvívegis voru þeir komnir með þriggja marka forystu og gátu skorað það fjórða en misstu þá boltann eða tóku vondar ákvarðanir í sóknarleiknum. Hvað gerist næst? Það er komið að kærkomri pásu fyrir leikmenn Olís deildarinnar. KA mun þann 17. Mars næstkomandi heimsæka Gróttu á Seltjarnarnesið og Selfoss fær Aftureldingu í heimsókn í Hleðsluhöllina. Jónatan Magnússon: Við viljum spila með KA hjartanu „Ég hefði gjarnan viljað að við hefum staðið síðustu vörnina. Það er það sem situr í mér að við höfum ekki náð að stoppa þá sókn. Annars var þetta kaflaskiptur leikur en mér fannst við sýna mikinn karakter. Mér fannst við vera að berjast og varnarlega fínir. Auðvitað erfitt að kljást við Selfoss sem er með frábært lið. Ég er stoltur af mínu liði, þeir börðu sig inn í þetta. Þess vegna er maður svekktur núna að fá ekki nema eitt stig. Við mætum til að taka tvö stig,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir leikinn. „Selfoss er að spila mjög góða vörn og hafa gert það í allan vetur. Partur af sóknarleiknum er að skora úr færunum og mér fannst við vera að fara með of mikið af góðum færum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að nýta betur færin en á sama tíma var markmaðurinn þeirra að verja vel. Við fengum frábæra markvörslu í seinni hálfleik sem var mjög gott. Það er þetta í lokin sem skemmir og þess vegna er upplifunin eins og við höfum tapað þessu stigi.“ „Bæði lið eru með hörkulið. Við viljum spila með KA hjartanu og sýna að okkur sé ekki sama hvað við erum að gera. Mikið sem við stöndum fyrir náðum við í dag. Það var miklu meiri kraftur í okkur í dag heldur en í síðasta leik þannig ég er ánægður með það. Við erum í stigasöfnun og við erum í mikilli keppni við liðin í kringum okkur þess vegna tek ég þetta eina stig frekar en ekki neitt.“ Halldór Sigfússon: Við vorum stundum klaufar fram á við „Tvö góð lið með mikið hjarta, hörku leikur og skemmtilegir áhorfendur. Það er virkilega sætt fyrir okkur að klára þetta síðasta mark úr því sem komið var en ég er mjög ósáttur við 10 mínútur í seinni hálfleik þar sem við erum 17-14 yfir og með leikinn í höndunum á okkur. Við erum hrikalega lélegir í yfirtölunni þegar við erum 6 á móti 5. Það er bara kafli sem við köstum frá okkur og komum þeim inn í leikinn á okkar aulahætti. Ég er svolítið svekktur með það en ég get ekkert sagt við leikmennina mína nema hrósa þeim fyrir að halda áfram.“ „Mér fannst við vera að standa góða vörn en fannst við stundum vera klaufar fram á við. Við vorum að klikka á dauðafærum og skjóta á vondu tempói. Þessi kafli í seinni hálfleik situr aðallega í mér þar sem við komum þeim inn í leikinn, við þurftum ekki að gera það. Við vorum í raun með smá hreðjartak á þeim og mér fannst við geta náð fjórða markinu og þá náð ennþá betri stjórn á leiknum en þeir eru fljótir að koma til baka og við gáfum þeim tækifæri til þess. Það var ekkert endilega að þeir væru stórkostlegir frekar að við vorum að kasta boltanum frá okkur.“ Það er ljóst að Guðmundur Hólmar mun ekki spila meira með Selfoss í vetur þar sem hásin hans slitnaði í upphitnun fyrir leikinn á móti ÍBV í síðustu umferð. Guðmundur hefur verið í stóru hlutverki í liði Selfoss í vetur. „Við erum með fleiri leikmenn í hópnum. Auðvitað er Gummi frábær leikmaður og erfitt svo sem að bæta það en menn verða bara að stíga upp. Við erum með aðra góða leikmenn í þessari stöðu. Lífið heldur áfram og það færist bara byrði yfir á næsta mann. Eins og maður segir stundum eins manns dauði er annars manns brauð og leikmenn verða þá bara að hirða sénsinn og sýna að þeir eru nógu góðir til að spila.“ Hergeir var magnaður á miðjunni hjá Selfoss með 11 mörk. „Hergeir er búinn að vera frábær upp á síðkastið og klárar þetta gríðarlega vel í lokinn. Smá heppins stimpil yfir því en stundum er það þannig að þegar þú ert búinn að eiga frábæran leik þá færðu kannski eitt svona mark gefins í lokinn. Búinn að vera frábær á miðjunni og hefur stígið upp. Selfoss strákur með gríðarlega stórt hjarta og vilja fyrir liðið, frábær handboltamaður.“