Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2021 10:01 Þórunn Erna Clausen upplifði eins og hún væri að bregðast þjóðinni þegar hún fór út til Portúgals í Eurovision árið 2018. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Einkalífið Eurovision Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira