Handbolti

Stoðsendingahæsti leikmaður Olís deildarinnar framlengir við ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Arnarsson hefur farið á kostum í síðustu leikjum fyrir ÍBV.
Dagur Arnarsson hefur farið á kostum í síðustu leikjum fyrir ÍBV. vísir/daníel þór

Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV en Eyjamenn eru þegar byrjaðir að ganga frá mikilvægum málum fyrir næstu leiktíð.

Eyjamenn staðfesta samninginn á miðlum sínum en á dögunum var tilkynnti um að stórskyttan Rúnar Kárason myndi spila með ÍBV á næstu leiktíð.

Dagur hefur verið algjör lykilmaður í Eyjaliðinu í vetur og það er sterkt fyrir ÍBV að hafa tryggt sér þjónustu hans næstu tvö tímabil.

Dagur hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Olís-deildinni og hefur hann stjórnað sóknarleik Eyjaliðsins eins og herforingi.

Dagur hefur skorað 4,3 mörk í leik en hann er einnig að gefa 5,6 stoðsendingar að meðaltali sem er það langmesta í Olís deildinni í vetur.

Í síðustu fjórum leikjum ÍBV þá hefur Dagur skorað 23 mörk og gefið 28 stoðsendingar sem þýðir að hann hefur komið með beinum hætti að 12,8 mörkum í leik í síðustu leikjum Eyjaliðsins.

DAGUR FRAMLENGIR! Við flytjum þær gleðifréttir að Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við...

Posted by ÍBV Handbolti on Fimmtudagur, 4. mars 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×