„Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 09:30 Diego Maradona á hátindi ferils síns sem langbesti fótboltamaður heims og heimsmeistari á HM 1986. Getty/Archivo El Grafico Giannina, dóttir Diego Maradona, hvatti í gær aðdáendur föður síns til að fjölmenna í fyrirhugaða kröfugöngu í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Kröfugangan mun kalla eftir réttlæti fyrir Diego Maradona en hann lést 25. nóvember síðastliðinn þá nýorðinn sextugur. „Réttlæti fyrir Diego“ kröfugangan á að enda við óbelískuna frægu í miðbæ Buenos Aires en gangan fer fram 10. mars næstkomandi. Maradona lést tveimur vikum eftir að hafa gengist undir heilaaðgerð. Alls hafa sjö einstaklingar sætt rannsókn vegna dauða Maradona en þar á meðal eru heilaskurðlæknirinn Leopoldo Luque, sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem hugsaði um Maradona eftir aðgerðina. Por favor! Nos vemos todos ahí! https://t.co/MeUFIRKHWX— Gianinna Maradona (@gianmaradona) March 4, 2021 Rannsakendur eru að reyna að finna út hvort að þetta fólk hafi gerst sek um vanrækslu og þrír af þeim gætu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Skipuleggjendur kröfugöngunnar hafa sett fram slagorðið: „Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Giannina Maradona fór á Twitter og hvatti aðdáendur til að fjölmenna. Hún skrifaði: „Gerið það. Sjáumst öll þar. Sannleikurinn mun alltaf koma fram í dagsljósið,“ skrifaði Giannina. Það má búast við fjölmenni í þessa göngu enda Diego Maradona það vinsæll í Argentínu að hann er í guðatölu. Maradona er án vafa einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var yfirburðamaður í heiminum þegar hann var upp á sitt besta en vandræði utan vallar sáu til þess að fallið var hátt. Maradona nánast tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn upp á sitt einsdæmi á HM í Mexíkó 1986 með því að skora fimm mörk og gefa fimm stoðsendingar. Hann skoraði þá öll fjögur mörk liðsins í átta liða og undanúrslitunum og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Argentína komst líka í úrslitaleikinn fjórum árum síðar með enn slakara lið. Maradona hjálpaði líka Napoli að vinna ítalska meistaratitilinn tvisvar sinnum en félagið hafði aldrei unnið hann áður og hefur heldur aldrei unnið hann síðan. Napoli endurskírði völlinn sinn Stadio Diego Armando Maradona þegar hann lést. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Kröfugangan mun kalla eftir réttlæti fyrir Diego Maradona en hann lést 25. nóvember síðastliðinn þá nýorðinn sextugur. „Réttlæti fyrir Diego“ kröfugangan á að enda við óbelískuna frægu í miðbæ Buenos Aires en gangan fer fram 10. mars næstkomandi. Maradona lést tveimur vikum eftir að hafa gengist undir heilaaðgerð. Alls hafa sjö einstaklingar sætt rannsókn vegna dauða Maradona en þar á meðal eru heilaskurðlæknirinn Leopoldo Luque, sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem hugsaði um Maradona eftir aðgerðina. Por favor! Nos vemos todos ahí! https://t.co/MeUFIRKHWX— Gianinna Maradona (@gianmaradona) March 4, 2021 Rannsakendur eru að reyna að finna út hvort að þetta fólk hafi gerst sek um vanrækslu og þrír af þeim gætu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Skipuleggjendur kröfugöngunnar hafa sett fram slagorðið: „Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Giannina Maradona fór á Twitter og hvatti aðdáendur til að fjölmenna. Hún skrifaði: „Gerið það. Sjáumst öll þar. Sannleikurinn mun alltaf koma fram í dagsljósið,“ skrifaði Giannina. Það má búast við fjölmenni í þessa göngu enda Diego Maradona það vinsæll í Argentínu að hann er í guðatölu. Maradona er án vafa einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var yfirburðamaður í heiminum þegar hann var upp á sitt besta en vandræði utan vallar sáu til þess að fallið var hátt. Maradona nánast tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn upp á sitt einsdæmi á HM í Mexíkó 1986 með því að skora fimm mörk og gefa fimm stoðsendingar. Hann skoraði þá öll fjögur mörk liðsins í átta liða og undanúrslitunum og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Argentína komst líka í úrslitaleikinn fjórum árum síðar með enn slakara lið. Maradona hjálpaði líka Napoli að vinna ítalska meistaratitilinn tvisvar sinnum en félagið hafði aldrei unnið hann áður og hefur heldur aldrei unnið hann síðan. Napoli endurskírði völlinn sinn Stadio Diego Armando Maradona þegar hann lést.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira