Umfjöllun: ÍR - Tindastóll 91-69 | Sauðkrækingar áttu aldrei möguleika í síðari hálfleik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 4. mars 2021 20:10 Collin Anthony Pryor var stigahæstur í liði ÍR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍR vann á endanum stórsigur er Tindastóll heimsótti Breiðholtið í kvöld. Eftir ágætis fyrri hálfleik varð síðari hálfleikur aldrei spennandi, lokatölur 91-69. Norðanmenn í Tindastól mættu í Seljaskóla í kvöld til þess að etja kappi við ÍR. Bæði lið höfðu tapað síðasta leik sínum og voru bæði lið búin að tapa fleiri leikjum ef þau höfðu unnið. Það var því til mikils að vinna í Breiðholtinu í kvöld. ÍR tók strax forystuna og lét hana í raun aldrei af hendi. Í fyrsta leikhluta var ljóst í hvað stefndi, ÍR fékk að valsa um í teig Tindastóls á meðan að heimamenn gjörsamlega lokuðu sínum teig og náðu þannig að trufla sóknarleik gestanna. Zvonko Buljan var drjúgur hjá ÍR í fyrsta leikhluta sem og Sæþór sem átti fína spretti. Í öðrum leikhluta dró saman með liðunum. Það hægðist á leiknum og bæði liðin ákveðin í að passa boltann betur. Enn gekk þó ekkert hjá Stólunum að koma boltanum undir körfuna, það slokknaði þó á heimamönnum í lok leikhlutans og fóru ÍR með 8 stiga forystu inn í klefa. Það var svo þriðji leikhlutinn sem lokaði þessum leik. ÍR mættu eins og grenjandi ljón til leiks og hlupu yfir Tindastól sem gátu alls ekki sýnt sömu ákefð og ÍR. Þarna vaknaði Everage Richardson sem og Collin Pryor hjá ÍR en lítið lífsmark var hjá gestunum. Munurinn fór yfir 20 stig og voru Stólarnir bæði pirraðir og með hangandi haus. Fjórði og síðasti leikhlutinn var svo lítið annað en formsatriði. ÍR sigldi þessum heim við litla mótspyrnu. Frábær sigur hjá heimamönnum. Af hverju vann ÍR? ÍR mættu einfaldlega með mikið betra leikplan til leiks. Það voru einungis tveir leikmenn Stólanna sem varnarmenn ÍR höfðu áhyggjur af fyrir utan þriggja stiga línuna, Tomsick og Brodnik og þeir leyfðu hinum að skjóta. Þannig gátu þeir lokað alveg á hinn frábæra Shawn Glover inni í teignum og sóknarleikur Tindastóls þannig tekinn úr sambandi. Hvað gekk vel? ÍR gekk mjög vel að setja opin þriggja stiga skot, þeir luku leiknum með 48% þriggja stiga nýtingu sem telst mjög gott. Breiðhyltingar brutust auðveldlega inn að körfunni og þegar að vörnin fell niður voru skytturnar tilbúnar að refsa duglítilli vörn norðanmanna. Hvað gekk illa? Það var sama Hvert var litið. Sókn Tindastóls tókst ekki að finna neinar lausnir allann leikinn. Svarið var ekki Glover, sem þeir fundu ekki, ekki Tomsick sem hitti ekki og ekki Brodnik sem tók ekki nógu mikið til sín. Þá gekk heimamönnunum Viðari, Hannesi, Pétri og Axel ekkert að setja niður skot. Það gekk einfaldlega lítið upp, og var lokanýtingin úr 3gja stigaskotunum 17%. Það dugar ekki árið 2021. Hvað næst? Næsta sunnudag fær Tindastóll KR í heimsókn en það verður Reykjavíkurslagur að Hlíðarenda þegar ÍR sækja Val heim. Dominos-deild karla ÍR Tindastóll Körfubolti Íslenski körfuboltinn
ÍR vann á endanum stórsigur er Tindastóll heimsótti Breiðholtið í kvöld. Eftir ágætis fyrri hálfleik varð síðari hálfleikur aldrei spennandi, lokatölur 91-69. Norðanmenn í Tindastól mættu í Seljaskóla í kvöld til þess að etja kappi við ÍR. Bæði lið höfðu tapað síðasta leik sínum og voru bæði lið búin að tapa fleiri leikjum ef þau höfðu unnið. Það var því til mikils að vinna í Breiðholtinu í kvöld. ÍR tók strax forystuna og lét hana í raun aldrei af hendi. Í fyrsta leikhluta var ljóst í hvað stefndi, ÍR fékk að valsa um í teig Tindastóls á meðan að heimamenn gjörsamlega lokuðu sínum teig og náðu þannig að trufla sóknarleik gestanna. Zvonko Buljan var drjúgur hjá ÍR í fyrsta leikhluta sem og Sæþór sem átti fína spretti. Í öðrum leikhluta dró saman með liðunum. Það hægðist á leiknum og bæði liðin ákveðin í að passa boltann betur. Enn gekk þó ekkert hjá Stólunum að koma boltanum undir körfuna, það slokknaði þó á heimamönnum í lok leikhlutans og fóru ÍR með 8 stiga forystu inn í klefa. Það var svo þriðji leikhlutinn sem lokaði þessum leik. ÍR mættu eins og grenjandi ljón til leiks og hlupu yfir Tindastól sem gátu alls ekki sýnt sömu ákefð og ÍR. Þarna vaknaði Everage Richardson sem og Collin Pryor hjá ÍR en lítið lífsmark var hjá gestunum. Munurinn fór yfir 20 stig og voru Stólarnir bæði pirraðir og með hangandi haus. Fjórði og síðasti leikhlutinn var svo lítið annað en formsatriði. ÍR sigldi þessum heim við litla mótspyrnu. Frábær sigur hjá heimamönnum. Af hverju vann ÍR? ÍR mættu einfaldlega með mikið betra leikplan til leiks. Það voru einungis tveir leikmenn Stólanna sem varnarmenn ÍR höfðu áhyggjur af fyrir utan þriggja stiga línuna, Tomsick og Brodnik og þeir leyfðu hinum að skjóta. Þannig gátu þeir lokað alveg á hinn frábæra Shawn Glover inni í teignum og sóknarleikur Tindastóls þannig tekinn úr sambandi. Hvað gekk vel? ÍR gekk mjög vel að setja opin þriggja stiga skot, þeir luku leiknum með 48% þriggja stiga nýtingu sem telst mjög gott. Breiðhyltingar brutust auðveldlega inn að körfunni og þegar að vörnin fell niður voru skytturnar tilbúnar að refsa duglítilli vörn norðanmanna. Hvað gekk illa? Það var sama Hvert var litið. Sókn Tindastóls tókst ekki að finna neinar lausnir allann leikinn. Svarið var ekki Glover, sem þeir fundu ekki, ekki Tomsick sem hitti ekki og ekki Brodnik sem tók ekki nógu mikið til sín. Þá gekk heimamönnunum Viðari, Hannesi, Pétri og Axel ekkert að setja niður skot. Það gekk einfaldlega lítið upp, og var lokanýtingin úr 3gja stigaskotunum 17%. Það dugar ekki árið 2021. Hvað næst? Næsta sunnudag fær Tindastóll KR í heimsókn en það verður Reykjavíkurslagur að Hlíðarenda þegar ÍR sækja Val heim.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti