Lífið

Húsvíkingar gera sig klára til að taka á móti Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óskar vill fá annan Óskar í bæinn. 
Óskar vill fá annan Óskar í bæinn. 

Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar.

Í myndinni fara þau Will Ferrell og Rachel McAdams með aðalhlutverkin en karakterar þeirra koma einmitt frá Húsavík.

Lagið Húsavík hefur slegið í gegn úr kvikmyndinni og kemur það til greina til að vinna Óskarinn. Lagið er eitt af fimmtán lögum sem koma til greina en þann 9. febrúar verður tilkynnt hvaða lög fá tilnefningar.

Eurovision-safnið á Húsavík verður opnað í sumar og hafa forsvarsmenn safnsins gefið frá sér myndband þar sem maður að nafni Óskar segist vera mjög spenntur að taka á móti næsta Óskar í bæjarfélagið eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×