Netverjar keppast nú um að deila hnyttni sinni, viðbrögðum og spádómum á samfélagsmiðlum og hafa nokkrir haft á orði að eurovisionlagið Eldgos, með þeim Matta Matt og Erlu Björgu, hafi sjaldan eða aldrei verið heitara og meira viðeigandi.
Einhverjir hafa gengið skrefinu lengra og stungið upp á því að skipta út framlagi Íslands til eurovision þetta árið.
Er of seint að skipta um Eurovision framlag 2021?
— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 3, 2021
Matti pottþétt laus.https://t.co/pICx71tKMt
Lagið Eldgos keppti í undankeppni Söngvakeppninnar árið 2011 og er lagið eftir Matthías Stefánsson og textinn eftir Kristján Hreinsson.
Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.