NBA dagsins: Nikola Jokic komst í fámennan hóp með Wilt Chamberlain Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 15:00 Nikola Jokic er búinn að bæta sig mikið og er að spila frábærlega með liði Denver Nuggets á þessu tímabili. Getty/Will Newton Það er orðið ljóst að Nikola Jokic, miðherji Denver Nuggets, ætlar að gera tilkall til þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar í ár. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli