Innlent

Ráðherra og þingmaður takast á um forystusæti í Kraganum

Heimir Már Pétursson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfis- og auðlindaráðherra án þingsætis. Hann var í fimmta sæti VG á Vesturlandi fyrir kosningarnar 1999 og í sextánda sæti flokksins í norðvesturkjördæmi árið 2003. Nú sækist hann eftir forystusæti hreyfingarinnar í suðvesturkjördæmi.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfis- og auðlindaráðherra án þingsætis. Hann var í fimmta sæti VG á Vesturlandi fyrir kosningarnar 1999 og í sextánda sæti flokksins í norðvesturkjördæmi árið 2003. Nú sækist hann eftir forystusæti hreyfingarinnar í suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tilkynnti í dag að hann sæktist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í suðvesturkjördæmi í forvali flokksins sem fram fer í vor.

Áður hafði Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður sem var í öðru sæti listans fyrir síðustu kosningar tilkynnt að hann sæktist eftir forystusætinu.

Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnti um framboð sitt í fyrsta sæti lista Vinstri grænna í suðvesturkjördæmi í síðustu viku.Vísir/Vilhelm

Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi listann í síðustu kosningum en hún er gengin til liðs við Samfylkinguna.

Verður þetta hörð samkeppni ykkar í milli?

„Við Ólafur erum báðir dyggir vinstri grænir. Þannig að við munum bara bera fram okkar málefni og áherslur og treysta okkar félögum til að skera úr um hvor okkar eigi að leiða. Svo kann nú að vera að fleiri framboð komi í fyrsta sætið, segir Guðmundur Ingi.

Þú býrð á Frammnesveginum ef ég man rétt. Komi ekki til greina að bjóða sig fram í höfuðborginni?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir hann og Ólaf Þór báða mikla VG menn.Vísir/Vilhelm

„ Jú, það komu ýmis kjördæmi til greina. En mín niðurstaða var að fara fram í suðvesturkjördæmi. Því ég held að jarðvegurinn fyrir umhverfis- og náttúruverndarmál sé góður þar," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×