Guardiola: Ég hendi þeim út úr liðinu sem halda að við séum búnir að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 15:30 Pep Guardiola ætlar að halda sínum mönnum í Manchester City á tánum. Getty/Matt McNulty Manchester City er að stinga af í ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur varað sína menn við því að slaka eitthvað á. Manchester City vann sinn tuttugasta leik í röð í öllum keppnum um helgina og er nú komið með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tólf leikir eru eftir. Guardiola varaði sína leikmenn við því að hann muni horfa eftir því hverjir þeirra ætli eitthvað að fara að slaka á. „Þegar mér finnst að einhver haldi að þetta sé búið eða að þetta líti svo vel út, þá er sá leikmaður ekki að fara að spila hjá mér,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi í gær. Pep Guardiola sees 'terribly important' City opportunity coming up #mcfc https://t.co/ChlBVGVgeR— Manchester City News (@ManCityMEN) March 1, 2021 „Ég er gæddur því innsæi að vita nákvæmlega hvenær leikmenn eru ekki tilbúnir í það að gera það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City liðið hefur ekki tapað síðan í nóvember og á nú möguleika á því að vinna fjórfalt því liðið er enn með í öllum keppnum. „Við getum alltaf gert betur og það er markmiðið. Sérstaklega getur hver og einn bætt sinn leik. Allir leikmenn eiga að geta gert betur og þegar það gerist hjá öllum í liðinu þá verður liðið betra,“ sagði Guardiola. City græddi á því um helgina að öll liðin í næstu sætum á eftir þeim, Manchester United, Leicester City, West Ham United og Chelsea, töpuðu stigum. 2 0 wins in a row is not enough for Guardiola:"As much as we win and as much as we get results, as much we have to demand and be over the players and say we can do better." pic.twitter.com/BjvHXmQguI— Goal (@goal) March 1, 2021 Guardiola hefur engu að síður áhyggjur af því að þetta gæti hrunið hjá Manchester City. „Liverpool liðið er meistari en ekki við. Til að ná titlinum þá þurfum við enn að vinna átta, níu eða tíu leiki og það er mikið af leikjum. Það eru ótrúleg lið sem lenda í vandræðum í fjórum eða fimm leikjum í röð. Það getur líka gerst fyrir okkur,“ sagði Guardiola. „Það gerðist á síðasta tímabili og við lentum líka í því í byrjun á þessu tímabili. Við gáum ekki unnið þrjá leiki í röð í byrjun tímabils. Það er ástæðan fyrir því að við megum ekki slaka neitt á,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Manchester City vann sinn tuttugasta leik í röð í öllum keppnum um helgina og er nú komið með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tólf leikir eru eftir. Guardiola varaði sína leikmenn við því að hann muni horfa eftir því hverjir þeirra ætli eitthvað að fara að slaka á. „Þegar mér finnst að einhver haldi að þetta sé búið eða að þetta líti svo vel út, þá er sá leikmaður ekki að fara að spila hjá mér,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi í gær. Pep Guardiola sees 'terribly important' City opportunity coming up #mcfc https://t.co/ChlBVGVgeR— Manchester City News (@ManCityMEN) March 1, 2021 „Ég er gæddur því innsæi að vita nákvæmlega hvenær leikmenn eru ekki tilbúnir í það að gera það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City liðið hefur ekki tapað síðan í nóvember og á nú möguleika á því að vinna fjórfalt því liðið er enn með í öllum keppnum. „Við getum alltaf gert betur og það er markmiðið. Sérstaklega getur hver og einn bætt sinn leik. Allir leikmenn eiga að geta gert betur og þegar það gerist hjá öllum í liðinu þá verður liðið betra,“ sagði Guardiola. City græddi á því um helgina að öll liðin í næstu sætum á eftir þeim, Manchester United, Leicester City, West Ham United og Chelsea, töpuðu stigum. 2 0 wins in a row is not enough for Guardiola:"As much as we win and as much as we get results, as much we have to demand and be over the players and say we can do better." pic.twitter.com/BjvHXmQguI— Goal (@goal) March 1, 2021 Guardiola hefur engu að síður áhyggjur af því að þetta gæti hrunið hjá Manchester City. „Liverpool liðið er meistari en ekki við. Til að ná titlinum þá þurfum við enn að vinna átta, níu eða tíu leiki og það er mikið af leikjum. Það eru ótrúleg lið sem lenda í vandræðum í fjórum eða fimm leikjum í röð. Það getur líka gerst fyrir okkur,“ sagði Guardiola. „Það gerðist á síðasta tímabili og við lentum líka í því í byrjun á þessu tímabili. Við gáum ekki unnið þrjá leiki í röð í byrjun tímabils. Það er ástæðan fyrir því að við megum ekki slaka neitt á,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira