Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 98-93 | Breiddin skilaði Stjörnumönnum sigri í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 22:40 Austin Brodeur var stigahæstur Stjörnumanna með nítján stig. vísir/hulda margrét Stjarnan sigraði Tindastól, 98-93, í stórleik 11. umferðar Domino‘s deildar karla í Ásgarði í kvöld. Með sigrinum komst Stjarnan upp í 3. sæti deildarinnar en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Tindastóll er hins vegar í 8. sætinu. Leikurinn var jafn og aldrei var mikill munur á liðunum. Stjörnumenn voru þó lengstum með frumkvæðið. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 14-2. Tindastóll rankaði þá við sér, kom með ágætis sprett og að 1. leikhluta loknum var munurinn á liðunum aðeins þrjú stig, 25-22. Tindastóll komst í fyrsta sinn yfir í upphafi 2. leiklhluta og náði mest fimm stiga forskoti, 36-41. Þá kom flottur 10-0 kafli hjá Stjörnunni sem náði undirtökunum á ný. Garðbæingar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 50-47. Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en Stjarnan endurheimti svo forskotið og var fetinu framar lengst af eftir hálfleikinn. Shawn Glover var mjög öflugur í kringum leikhlutaskiptin og sá til þess að Stjörnumenn náðu ekki afgerandi forskoti. Hann kom Stólunum yfir, 81-82, í upphafi 4. leikhluta en það var í síðasta sinn sem þeir leiddu í leiknum. Stjörnumenn svöruðu með tveimur þriggja stiga skotum og náðu forskotinu á ný og létu það ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Garðbæingar spiluðu vel úr sínum spilum á lokakaflanum og lönduðu fimm stiga sigri, 98-93. Mirza Saralilja átti flottan leik fyrir Stjörnuna, skoraði fimmtán stig, tók átta fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum þrisvar sinnum.vísir/hulda margrét Af hverju vann Stjarnan? Ekkert lið hefur yfir sömu breidd að ráða og Stjarnan og hún kom í góðar þarfir í kvöld. Tíu leikmenn skoruðu fyrir Garðbæinga og fimm leikmenn voru með tíu stig eða meira. Stjarnan fékk 39 stig af bekknum en Tindastóll aðeins fimmtán, þar af ellefu frá Antanas Udras. Stjörnumenn hittu ágætlega fyrir utan, 35 prósent, unnu frákastabaráttuna 49-41 og voru með níu fleiri stoðsendingar í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Brodeur var stigahæstur Stjörnumanna með nítján stig en hann var sérstaklega góður í fyrri hálfleik. Annars fengu Garðbæingar framlag úr mörgum áttum. Ægir Þór Steinarsson hitti illa en stjórnaði leik Stjörnunnar vel og skilaði níu stoðsendingum. Þá áttu Arnþór Freyr Guðmundsson, Mirza Saralilja og Alexander Lindqvist allir góða spretti. Udras var öflugur í fyrri hálfleik, sérstaklega í 1. leikhluta, en gerði lítið í seinni hálfleik. Þar tók Glover yfir og hefði að ósekju mátt reyna meira sjálfur. Hann skoraði 29 stig og tók átta fráköst. Jaka Brodnik var einnig mjög góður með 25 stig, en tólf þeirra komu af vítalínunni. Hvað gekk illa? Nikolas Tomsick náði sér ekki á strik á sínum gamla heimavelli. Hann skoraði átján stig en þurfti til þess átján skot og tapaði boltanum auk þess sjö sinnum. Hvað gerist næst? Tindastóll á leik á fimmtudaginn gegn ÍR í Seljaskóla. Á föstudaginn fær Stjarnan svo Val í heimsókn í lokaleik 12. umferðar. Hér fyrir neðan má horfa á viðtöl sem tekin voru eftir leikinn í Ásgarði. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll
Stjarnan sigraði Tindastól, 98-93, í stórleik 11. umferðar Domino‘s deildar karla í Ásgarði í kvöld. Með sigrinum komst Stjarnan upp í 3. sæti deildarinnar en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Tindastóll er hins vegar í 8. sætinu. Leikurinn var jafn og aldrei var mikill munur á liðunum. Stjörnumenn voru þó lengstum með frumkvæðið. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 14-2. Tindastóll rankaði þá við sér, kom með ágætis sprett og að 1. leikhluta loknum var munurinn á liðunum aðeins þrjú stig, 25-22. Tindastóll komst í fyrsta sinn yfir í upphafi 2. leiklhluta og náði mest fimm stiga forskoti, 36-41. Þá kom flottur 10-0 kafli hjá Stjörnunni sem náði undirtökunum á ný. Garðbæingar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 50-47. Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en Stjarnan endurheimti svo forskotið og var fetinu framar lengst af eftir hálfleikinn. Shawn Glover var mjög öflugur í kringum leikhlutaskiptin og sá til þess að Stjörnumenn náðu ekki afgerandi forskoti. Hann kom Stólunum yfir, 81-82, í upphafi 4. leikhluta en það var í síðasta sinn sem þeir leiddu í leiknum. Stjörnumenn svöruðu með tveimur þriggja stiga skotum og náðu forskotinu á ný og létu það ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Garðbæingar spiluðu vel úr sínum spilum á lokakaflanum og lönduðu fimm stiga sigri, 98-93. Mirza Saralilja átti flottan leik fyrir Stjörnuna, skoraði fimmtán stig, tók átta fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum þrisvar sinnum.vísir/hulda margrét Af hverju vann Stjarnan? Ekkert lið hefur yfir sömu breidd að ráða og Stjarnan og hún kom í góðar þarfir í kvöld. Tíu leikmenn skoruðu fyrir Garðbæinga og fimm leikmenn voru með tíu stig eða meira. Stjarnan fékk 39 stig af bekknum en Tindastóll aðeins fimmtán, þar af ellefu frá Antanas Udras. Stjörnumenn hittu ágætlega fyrir utan, 35 prósent, unnu frákastabaráttuna 49-41 og voru með níu fleiri stoðsendingar í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Brodeur var stigahæstur Stjörnumanna með nítján stig en hann var sérstaklega góður í fyrri hálfleik. Annars fengu Garðbæingar framlag úr mörgum áttum. Ægir Þór Steinarsson hitti illa en stjórnaði leik Stjörnunnar vel og skilaði níu stoðsendingum. Þá áttu Arnþór Freyr Guðmundsson, Mirza Saralilja og Alexander Lindqvist allir góða spretti. Udras var öflugur í fyrri hálfleik, sérstaklega í 1. leikhluta, en gerði lítið í seinni hálfleik. Þar tók Glover yfir og hefði að ósekju mátt reyna meira sjálfur. Hann skoraði 29 stig og tók átta fráköst. Jaka Brodnik var einnig mjög góður með 25 stig, en tólf þeirra komu af vítalínunni. Hvað gekk illa? Nikolas Tomsick náði sér ekki á strik á sínum gamla heimavelli. Hann skoraði átján stig en þurfti til þess átján skot og tapaði boltanum auk þess sjö sinnum. Hvað gerist næst? Tindastóll á leik á fimmtudaginn gegn ÍR í Seljaskóla. Á föstudaginn fær Stjarnan svo Val í heimsókn í lokaleik 12. umferðar. Hér fyrir neðan má horfa á viðtöl sem tekin voru eftir leikinn í Ásgarði.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti