Fyrrverandi stjóri Newcastle og West Ham látinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 14:30 Glenn Roeder átti langan feril í fótboltanum. getty/Laurence Griffiths Glenn Roeder, fyrrverandi knattspyrnustjóri Newcastle United og West Ham United, lést í gær, 65 ára að aldri. Roader, sem var vel spilandi miðvörður, lék lengst af með QPR og Newcastle og var fyrirliði beggja liða. Hann var í liði QPR sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar 1982 en tapaði fyrir Tottenham í endurteknum leik. Roader lék sjö leiki fyrir enska B-landsliðið. Þjálfaraferilinn hófst hjá Gillingham þar sem hann var spilandi þjálfari. Roeder stýrði svo Watford í þrjú ár (1993-96) og var svo í þjálfaraliði Glenns Hoddle með enska landsliðið. Roeder tók við West Ham 2001 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-02. Næsta tímabilið gekk ekki jafn vel og West Ham féll. Vorið 2003 greindist Roeder með heilaæxli og stýrði West Ham ekki í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hann var rekinn frá West Ham um haustið. We are deeply saddened to learn of the passing of our former manager Glenn Roeder at the age of 65. The thoughts of everyone at the Club are with Glenn s family and friends.Rest in peace, Glenn pic.twitter.com/hmlnzYkWtI— West Ham United (@WestHam) February 28, 2021 Roeder stýrði Newcastle á árunum 2006-07 og undir hans stjórn vann liðið InterToto bikarinn 2006. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player and manager, Glenn Roeder at the age of 65.The thoughts of everybody at #NUFC are with his family and friends. Rest in peace, Glenn. pic.twitter.com/Oo8JWIOhao— Newcastle United FC (@NUFC) February 28, 2021 Hann stýrði Norwich City í ensku B-deildinni 2007-09. Síðasta starf hans í fótboltanum var ráðgjafi knattspyrnustjóra hjá Stevenage. „Glenn var frábær náungi sem elskaði fótbolta og var mikill fjölskyldumaður,“ sagði Chris Waddle sem lék með Roeder hjá Newcastle. „Þú sérð á að viðbrögðunum hvað öllum fannst um hann. Hann var mikill fagmaður en hafði góðan húmor. Hann var einn af fyrstu vel spilandi miðvörðunum, ekki ósvipaður Rio Ferdinand. Hann vildi ekki bara standa í vörninni og skalla og hreinsa boltann í burtu. Hann vildi spila.“ Alan Shearer minntist líka Roeders í Match of the Day á BBC í gær. „Ég var heppinn að vinna með honum hjá Newcastle. Frábær leikmaður, fyrirliði og stjóri Newcastle. Umhyggjusamur og indæll. Frábær manneskja og mikill fagmaður sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ sagði Shearer. "Caring, kind, considerate. A brilliant person."@alanshearer's tribute to Glenn Roeder. pic.twitter.com/7zuFcoTLHC— Match of the Day (@BBCMOTD) March 1, 2021 Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Roader, sem var vel spilandi miðvörður, lék lengst af með QPR og Newcastle og var fyrirliði beggja liða. Hann var í liði QPR sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar 1982 en tapaði fyrir Tottenham í endurteknum leik. Roader lék sjö leiki fyrir enska B-landsliðið. Þjálfaraferilinn hófst hjá Gillingham þar sem hann var spilandi þjálfari. Roeder stýrði svo Watford í þrjú ár (1993-96) og var svo í þjálfaraliði Glenns Hoddle með enska landsliðið. Roeder tók við West Ham 2001 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-02. Næsta tímabilið gekk ekki jafn vel og West Ham féll. Vorið 2003 greindist Roeder með heilaæxli og stýrði West Ham ekki í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hann var rekinn frá West Ham um haustið. We are deeply saddened to learn of the passing of our former manager Glenn Roeder at the age of 65. The thoughts of everyone at the Club are with Glenn s family and friends.Rest in peace, Glenn pic.twitter.com/hmlnzYkWtI— West Ham United (@WestHam) February 28, 2021 Roeder stýrði Newcastle á árunum 2006-07 og undir hans stjórn vann liðið InterToto bikarinn 2006. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player and manager, Glenn Roeder at the age of 65.The thoughts of everybody at #NUFC are with his family and friends. Rest in peace, Glenn. pic.twitter.com/Oo8JWIOhao— Newcastle United FC (@NUFC) February 28, 2021 Hann stýrði Norwich City í ensku B-deildinni 2007-09. Síðasta starf hans í fótboltanum var ráðgjafi knattspyrnustjóra hjá Stevenage. „Glenn var frábær náungi sem elskaði fótbolta og var mikill fjölskyldumaður,“ sagði Chris Waddle sem lék með Roeder hjá Newcastle. „Þú sérð á að viðbrögðunum hvað öllum fannst um hann. Hann var mikill fagmaður en hafði góðan húmor. Hann var einn af fyrstu vel spilandi miðvörðunum, ekki ósvipaður Rio Ferdinand. Hann vildi ekki bara standa í vörninni og skalla og hreinsa boltann í burtu. Hann vildi spila.“ Alan Shearer minntist líka Roeders í Match of the Day á BBC í gær. „Ég var heppinn að vinna með honum hjá Newcastle. Frábær leikmaður, fyrirliði og stjóri Newcastle. Umhyggjusamur og indæll. Frábær manneskja og mikill fagmaður sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ sagði Shearer. "Caring, kind, considerate. A brilliant person."@alanshearer's tribute to Glenn Roeder. pic.twitter.com/7zuFcoTLHC— Match of the Day (@BBCMOTD) March 1, 2021
Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira