Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:33 Fannar Jónasson segir mikilvægt að koma réttum upplýsingum til íbúa af erlendum uppruna. Þeir séu oft afar skelkaðir vegna jarðaskjálfta. Vísir/Egill Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. Stór hluti íbúa á Suðurnesjum er af erlendum uppruna en frá 15-20% íbúa þar eru í þeim hópi. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að frá því jarðhræingarnar hófust þar í fyrra hafi mikill ótti gripið um sig í hópnum og áhersla verið lögð á að koma réttum upplýsingum á framfæri. „Við höfum fundið að það er mikil hræðsla hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu. Þetta er oft fólk sem þekkir lítið til jarðskjálfta og þekking þeirra byggist jafnvel á fréttamyndum af föllnum húsum eftir jarðskjálfta. Þeir óttast því helst að hús hrynji og það verði jafnvel mannskaðar.Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri við þessa hópa til að mynda á Facebook,“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að koma upplýsingum hratt og vel á framfæri. „Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið rólegra. En þetta er stöðug áskorun sem þarf að vanda sig við. Við ræddum á fjölskipuðum almannavarnarfundi í morgun að taka saman helstu upplýsingar um jarðskjálftana og láta svo þýða á pólsku og ensku og senda þetta á þá sem þurfa á að halda,“ segir Fannar. Fannar segir að fólk þurfi að átta sig á að hús hér á landi séu byggð með jarðskjálfta í huga. „Það er mikilvægast að koma upplýsingum um bygginarlagið hjá okkur á framfæri. Til að mynda um byggingarreglugerð hér á landi og varúðarráðstafanir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir að hús hryni. Fólk þarf að vita að húsakosturinn er öruggur,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Innflytjendamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Stór hluti íbúa á Suðurnesjum er af erlendum uppruna en frá 15-20% íbúa þar eru í þeim hópi. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að frá því jarðhræingarnar hófust þar í fyrra hafi mikill ótti gripið um sig í hópnum og áhersla verið lögð á að koma réttum upplýsingum á framfæri. „Við höfum fundið að það er mikil hræðsla hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu. Þetta er oft fólk sem þekkir lítið til jarðskjálfta og þekking þeirra byggist jafnvel á fréttamyndum af föllnum húsum eftir jarðskjálfta. Þeir óttast því helst að hús hrynji og það verði jafnvel mannskaðar.Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri við þessa hópa til að mynda á Facebook,“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að koma upplýsingum hratt og vel á framfæri. „Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið rólegra. En þetta er stöðug áskorun sem þarf að vanda sig við. Við ræddum á fjölskipuðum almannavarnarfundi í morgun að taka saman helstu upplýsingar um jarðskjálftana og láta svo þýða á pólsku og ensku og senda þetta á þá sem þurfa á að halda,“ segir Fannar. Fannar segir að fólk þurfi að átta sig á að hús hér á landi séu byggð með jarðskjálfta í huga. „Það er mikilvægast að koma upplýsingum um bygginarlagið hjá okkur á framfæri. Til að mynda um byggingarreglugerð hér á landi og varúðarráðstafanir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir að hús hryni. Fólk þarf að vita að húsakosturinn er öruggur,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Innflytjendamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04