Solskjær hefur áhyggjur: Klopp náði að hafa áhrif á dómarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi fá víti á móti Chelsea í gær. Hann hefur áhyggjur af því að dómarar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa United liðinu vítaspynu. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var mjög ósáttur með að fá ekki víti í markalausa jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Solskjær fór svo langt að segja að ef að þetta hafi ekki verið hendi þá væri hann blindur og að saka aðra knattspyrnustjóra í deildinni um að hafa náð að hafa áhrif á dómarana í deildinni. Stuart Attwell, dómari leiks Chelsea og Manchester United í gær, fór og skoðaði atvikið á skjá en ákvað að dæma ekki víti. Boltinn fór vissulega í hendi Callum Hudson-Odoi en dómaranum fannst það ekki nóg til að gefa víti. Man United s Solskjaer concerned refs are influenced by opposition in penalty decisions https://t.co/SxUW2R4xAB— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) February 28, 2021 Solskjær talaði um það að hans menn í United liðinu hafi þarna verið rændir tveimur stigum. Solskjær sagði líka að knattspyrnustjórar eins og Klopp hafi náð að hafa áhrif á dómarana þegar kemur að leikjum Manchester United liðsins. Fyrir leik Liverpool og Manchester United fyrr í vetur þá talaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um það að United liðið hefði fengið fleiri víti á sínu tveimur og hálfu ári og hann á öllum fimm og hálfu ári í enska boltanum. United hefur núna fengið átta vítaspyrnur eða tveimur fleiri en Liverpool. Solskjær sagði að þessi orð hafi haft neikvæð áhrif á sitt lið. 'I'm a bit concerned we don't get those penalties' - Solskjaer claims other managers influencing refs after Hudson-Odoi handball https://t.co/Bzg6KKe2Wl pic.twitter.com/mWl6QgvhQw— Independent Sport (@IndoSport) February 28, 2021 „Við áttum að fá víti og það er klárt. Ég hef svolitlar áhyggjur af því að við fáum ekki þessi víti eftir að menn fóru að tala um það fyrir mánuði eða tveimur að við værum að fá öll þessi víti. Þetta er klárlega dæmi um að knattspyrnustjórar eru að ná að hafa áhrif á dómarana sem þeir ættu ekki að gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og hann er viss um að orð Jürgen Klopp hafi haft áhrif. „Knattspyrnustjórar eru að hafa áhrif á dómarana. Ég treysti dómurunum að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en ég var mjög hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira
Solskjær fór svo langt að segja að ef að þetta hafi ekki verið hendi þá væri hann blindur og að saka aðra knattspyrnustjóra í deildinni um að hafa náð að hafa áhrif á dómarana í deildinni. Stuart Attwell, dómari leiks Chelsea og Manchester United í gær, fór og skoðaði atvikið á skjá en ákvað að dæma ekki víti. Boltinn fór vissulega í hendi Callum Hudson-Odoi en dómaranum fannst það ekki nóg til að gefa víti. Man United s Solskjaer concerned refs are influenced by opposition in penalty decisions https://t.co/SxUW2R4xAB— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) February 28, 2021 Solskjær talaði um það að hans menn í United liðinu hafi þarna verið rændir tveimur stigum. Solskjær sagði líka að knattspyrnustjórar eins og Klopp hafi náð að hafa áhrif á dómarana þegar kemur að leikjum Manchester United liðsins. Fyrir leik Liverpool og Manchester United fyrr í vetur þá talaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um það að United liðið hefði fengið fleiri víti á sínu tveimur og hálfu ári og hann á öllum fimm og hálfu ári í enska boltanum. United hefur núna fengið átta vítaspyrnur eða tveimur fleiri en Liverpool. Solskjær sagði að þessi orð hafi haft neikvæð áhrif á sitt lið. 'I'm a bit concerned we don't get those penalties' - Solskjaer claims other managers influencing refs after Hudson-Odoi handball https://t.co/Bzg6KKe2Wl pic.twitter.com/mWl6QgvhQw— Independent Sport (@IndoSport) February 28, 2021 „Við áttum að fá víti og það er klárt. Ég hef svolitlar áhyggjur af því að við fáum ekki þessi víti eftir að menn fóru að tala um það fyrir mánuði eða tveimur að við værum að fá öll þessi víti. Þetta er klárlega dæmi um að knattspyrnustjórar eru að ná að hafa áhrif á dómarana sem þeir ættu ekki að gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og hann er viss um að orð Jürgen Klopp hafi haft áhrif. „Knattspyrnustjórar eru að hafa áhrif á dómarana. Ég treysti dómurunum að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en ég var mjög hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Sjá meira