„Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:41 Hertogahjónin af Sussex settust niður með vinkonu sinni Opruh Winfrey á dögunum fyrir viðtal sem sýnt verður á CBS-sjónvarpsstöðinni eftir tæpa viku. Sjónvarpsstöðin CBS hefur bæði birt stiklu og myndbrot úr viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem sýnt verður á sjónvarpsstöðinni þann 7. mars. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira