Ederson með fleiri stoðsendingar en Bruno á móti „stóru sex“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 11:00 Bruno Fernandes hefur ekki veirð líkur sjálfum sér í leikjum Manchester United á móti hinum stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. AP/Dave Thompson Bruno Fernandes hefur aðeins komið að einu marki í sjö leikjum á tímabilinu á móti stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Bruno Fernandes var í gær einu sinni enn lítið áberandi í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur margoft gert útslagið í leikjum Manchester United á móti minni liðum deildarinnar en á móti „stóru sex“ er lítið að frétta hjá Portúgalanum. Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu er komin með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar í fyrstu 26 deildarleikjunum og mikinn þátt í því að liðið er í öðru sætinu. Bruno hefur verið orðaður við verðlaunin yfir besta leikmann leiktíðarinnar og það er því sláandi að velta fyrir sér slakri frammistöðu hans á móti stóru sex liðunum í deildinni. '0 open play goals in 730 minutes...' 'Ederson has more assists against the big six this season!'Fans have not held back in slamming another underwhelming performance by Bruno Fernandes against a 'Big Six' side https://t.co/lPN94bYnCS— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2021 Bruno náði aðeins að skapa eitt færi fyrir félaga sína í markalausa jafnteflinu á móti Chelsea í gær, hann náði ekki skoti á mark í leiknum og missti boltann til mótherja alls tuttugu sinnum. Bruno Fernandes hefur nú spilað í 730 mínútur á móti stóru liðunum í deildinni, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham, án þess að búa til mark í opnum leik. Bruno Fernandes against the 'Big Six in the Premier League this season:7 games1 goal0 assists pic.twitter.com/8yhL24qaOP— ESPN FC (@ESPNFC) February 28, 2021 Eina markið hans á móti „stóru sex“ kom úr vítaspyrnu í 1-6 stórtapi á móti Tottenham í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið eina stoðsendingu í þessum sjö leikjum sem þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, hefur gefið fleiri stoðsendingar í leikjum á móti „stóru sex“ en Bruno Fernandes. Fyrir vikið gengur ekkert hjá Manchester United að skora í þessum leikjum á móti hinum stóru liðum deildarinnar. Liðið hefur nú gert fjögur markalaus jafntefli í röð í slíkum leikjum en þeir hafa verið á móti Manchester City í desember, á móti Liverpool og Arsenal í janúar og svo á móti Chelsea í gær. Bruno Fernandes' game by numbers against Chelsea:20 x possession lost (most)4 x dribbled past (joint-most)1 chance created0 shots on target0 take-ons completed pic.twitter.com/rm75yF0w6L— Squawka Football (@Squawka) February 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Bruno Fernandes var í gær einu sinni enn lítið áberandi í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur margoft gert útslagið í leikjum Manchester United á móti minni liðum deildarinnar en á móti „stóru sex“ er lítið að frétta hjá Portúgalanum. Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu er komin með fimmtán mörk og ellefu stoðsendingar í fyrstu 26 deildarleikjunum og mikinn þátt í því að liðið er í öðru sætinu. Bruno hefur verið orðaður við verðlaunin yfir besta leikmann leiktíðarinnar og það er því sláandi að velta fyrir sér slakri frammistöðu hans á móti stóru sex liðunum í deildinni. '0 open play goals in 730 minutes...' 'Ederson has more assists against the big six this season!'Fans have not held back in slamming another underwhelming performance by Bruno Fernandes against a 'Big Six' side https://t.co/lPN94bYnCS— SPORTbible (@sportbible) February 28, 2021 Bruno náði aðeins að skapa eitt færi fyrir félaga sína í markalausa jafnteflinu á móti Chelsea í gær, hann náði ekki skoti á mark í leiknum og missti boltann til mótherja alls tuttugu sinnum. Bruno Fernandes hefur nú spilað í 730 mínútur á móti stóru liðunum í deildinni, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham, án þess að búa til mark í opnum leik. Bruno Fernandes against the 'Big Six in the Premier League this season:7 games1 goal0 assists pic.twitter.com/8yhL24qaOP— ESPN FC (@ESPNFC) February 28, 2021 Eina markið hans á móti „stóru sex“ kom úr vítaspyrnu í 1-6 stórtapi á móti Tottenham í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið eina stoðsendingu í þessum sjö leikjum sem þýðir að Ederson, markvörður Manchester City, hefur gefið fleiri stoðsendingar í leikjum á móti „stóru sex“ en Bruno Fernandes. Fyrir vikið gengur ekkert hjá Manchester United að skora í þessum leikjum á móti hinum stóru liðum deildarinnar. Liðið hefur nú gert fjögur markalaus jafntefli í röð í slíkum leikjum en þeir hafa verið á móti Manchester City í desember, á móti Liverpool og Arsenal í janúar og svo á móti Chelsea í gær. Bruno Fernandes' game by numbers against Chelsea:20 x possession lost (most)4 x dribbled past (joint-most)1 chance created0 shots on target0 take-ons completed pic.twitter.com/rm75yF0w6L— Squawka Football (@Squawka) February 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira