Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 18:19 Vísindamenn spá ekki, þeir hanna sviðsmyndir, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. Páll er dulur um niðurstöðu fundarins og segir tilkynningar að vænta. Spurður að því hvernig hann les í stöðu mála segir hann fátt nýtt að frétta; um sé að ræða framhald á umbrotum sem hófust í lok árs 2019, sem virðist heldur vera að aukast. Orsök skjálftanna séu flekahreyfingar en hrinan núna sé raunar dálítið merkileg. „Þetta gengur í svona bylgjum, það bresta á hrinur og þær haga sér með svolítið mismunandi hætti,“ segir Páll. „Þessi fyrsta byrjar með tiltölulega stórum skjálfta og síðan koma strax í kjölfarið á honum svokallaðir „gikkskjálftar“ í talsverðri fjarlægð jafnvel. Hann hleypir þannig af stað öðrum skjálftum. Síðan róast nú frekar næsta dag og fram á morgun á föstudag en þá dynur yfir annar svona skjálfti og í kjölfarið á honum koma líka margir skjálftar en þeir eru meira eins og eftirskjálftar.“ Sviðsmyndirnar spanna allan skalann Spurður um möguleg eldsumbrot svara Páll einfaldlega: „Það er ekkert eldgos í þessu ennþá.“ Í fyrra hafi menn merkt kvikuhreyfingar en ekkert bendi til þess nú. Hann segist ómögulega vilja spá fyrir um framhaldið. „Nei, við reynum nú að spá ekki neitt nema við vitum eitthvað. Það sem er stundað er að setja upp sviðsmyndir því við viljum ógjarnan að þetta komi aftan að okkur; að eitthvað komi okkur á óvart,“ segir Páll. Sviðsmyndirnar spanna allan skalann, segir hann. „Þetta gæti hugsanlega hætt á morgun en miðað við að þetta hefur nú frekar verið að sækja í sig veðrið er það ekki líklegasta sviðsmyndin í safninu. Ein er að virknin dreifist út til austurs en þar er efniviður í stærri skjálfta.“ Páll ítrekar að fólk þurfi ekki að óttast þann möguleika, það er að segja stóran skjálfta nær höfuðborginni. „Við erum í raun bara að tala um skjálfta eins og Reykvíkingar upplifðu 1930 og 1970, sem ollu tjóni en það hrundu ekki hús eða svoleiðis. Það varð tjón á innanstokksmunum. Þetta eru ekki einhverjir hamfaraskjálftar. Það er sjálfsagt að láta þau skilaboð berast út í þjóðfélagið. Það er ekkert að hafa áhyggjur af og fólk getur verið rólegt heima hjá sér.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Páll er dulur um niðurstöðu fundarins og segir tilkynningar að vænta. Spurður að því hvernig hann les í stöðu mála segir hann fátt nýtt að frétta; um sé að ræða framhald á umbrotum sem hófust í lok árs 2019, sem virðist heldur vera að aukast. Orsök skjálftanna séu flekahreyfingar en hrinan núna sé raunar dálítið merkileg. „Þetta gengur í svona bylgjum, það bresta á hrinur og þær haga sér með svolítið mismunandi hætti,“ segir Páll. „Þessi fyrsta byrjar með tiltölulega stórum skjálfta og síðan koma strax í kjölfarið á honum svokallaðir „gikkskjálftar“ í talsverðri fjarlægð jafnvel. Hann hleypir þannig af stað öðrum skjálftum. Síðan róast nú frekar næsta dag og fram á morgun á föstudag en þá dynur yfir annar svona skjálfti og í kjölfarið á honum koma líka margir skjálftar en þeir eru meira eins og eftirskjálftar.“ Sviðsmyndirnar spanna allan skalann Spurður um möguleg eldsumbrot svara Páll einfaldlega: „Það er ekkert eldgos í þessu ennþá.“ Í fyrra hafi menn merkt kvikuhreyfingar en ekkert bendi til þess nú. Hann segist ómögulega vilja spá fyrir um framhaldið. „Nei, við reynum nú að spá ekki neitt nema við vitum eitthvað. Það sem er stundað er að setja upp sviðsmyndir því við viljum ógjarnan að þetta komi aftan að okkur; að eitthvað komi okkur á óvart,“ segir Páll. Sviðsmyndirnar spanna allan skalann, segir hann. „Þetta gæti hugsanlega hætt á morgun en miðað við að þetta hefur nú frekar verið að sækja í sig veðrið er það ekki líklegasta sviðsmyndin í safninu. Ein er að virknin dreifist út til austurs en þar er efniviður í stærri skjálfta.“ Páll ítrekar að fólk þurfi ekki að óttast þann möguleika, það er að segja stóran skjálfta nær höfuðborginni. „Við erum í raun bara að tala um skjálfta eins og Reykvíkingar upplifðu 1930 og 1970, sem ollu tjóni en það hrundu ekki hús eða svoleiðis. Það varð tjón á innanstokksmunum. Þetta eru ekki einhverjir hamfaraskjálftar. Það er sjálfsagt að láta þau skilaboð berast út í þjóðfélagið. Það er ekkert að hafa áhyggjur af og fólk getur verið rólegt heima hjá sér.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira