ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 21:46 Shamima Begumvar fimmtán ára gömul þegar hún fór til Sýrlands með tveimur öðrum stúlkum. Hinar tvær eru taldar hafa dáið í Sýrlandi. Getty/Laura Lean Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum. Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019. Bretland Sýrland Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019.
Bretland Sýrland Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira