ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 21:46 Shamima Begumvar fimmtán ára gömul þegar hún fór til Sýrlands með tveimur öðrum stúlkum. Hinar tvær eru taldar hafa dáið í Sýrlandi. Getty/Laura Lean Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum. Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019. Bretland Sýrland Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019.
Bretland Sýrland Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira