Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. febrúar 2021 12:08 Það hefur rignt á suðvesturhorninu það sem af er degi. Upptök skjálftans upp úr hádegi í dag voru um 1,8 kílómetra norðaustan af Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24. Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10. Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. Íbúar austur á Hellu og Hvolsvelli segjast hafa fundið fyrir skjálftanum. Sömuleiðis íbúar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn á miðvikudaginn var 5,7 að stærð og annar 5,0. Þá voru þónokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Hreyfingar á mörgum sprungum Gervitunglamyndir sýna að hreyfingar hafa orðið á mörgum sprungum á Reykjanesinu í skjálftahrinunni undanfarna tvo sólarhringa. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu rétt fyrir hádegi að innistæða væri fyrir skjálfta á milli Kleifarvatns og Bláfjalla sem gæti orðið allt að 6,5 að stærð. Frá því skjálftahrinan hófst hafa mælst um fimm þúsund skjálftar á svæðinu en um eitt þúsund þeirra hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur Hrafnkell „Við höfum í rauninni bara verið að fylgjast með því hvernig dregur smátt og smátt úr þessari virkni. Það má segja að þetta sé hefðbundin eftirskjálftavirkni sem við erum að sjá núna. Það eru auðvitað nokkrir skjálftar sem að nálgast þrjá og einn sem var yfir þrjá núna klukkan hálf níu ímorgun en það er alveg eðlilegt að mælum slíkra skjálfta bara í kjölfar svona öflugrar hrinu. Þessi hrinuvirkni er bara á svipuðum slóðum eins og virknin var fyrir tveimur dögum,“ segir Kristín. Kristín segir að nú séu komnar myndir úr gervitungli sem gefi gleggri mynd af skjáltahrinunni. Fylgjast áfram með virkninni „Sem sýnir greinilegar færslur í tengslum við alla þessa skjálfta og í rauninni og bara staðfestir það að þarna urðu hreyfingar á mörgum norður suður sprungum á belti sem liggur milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Börn í Grindavík að leik á miðvikudaginn. Þau fundu eflaust mörg hver fyrir skjálftanum í dag.Vísir/Vilhelm „Á þessum myndum einmitt eru engin skýr merki um hérna neina þenslu og engin grunnkviku innskot sem við sjáum eða merki um neitt kvikuinnstreymi.“ Ef hins vegar innstreymið væri lítið er huganlegt að það sé falið. Kristín segir innistæðu fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 nálægt Bláfjöllum. „Við erum bara auðvitað að fylgjast áfram með þessari virkni og það vonandi bara dregur úr þessu og það gerist ekki neitt meira en við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir þessu svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla að þar er hugsanlega innistæða fyrir stærri skjálfta.“ Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:50.
Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24. Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10. Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. Íbúar austur á Hellu og Hvolsvelli segjast hafa fundið fyrir skjálftanum. Sömuleiðis íbúar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn á miðvikudaginn var 5,7 að stærð og annar 5,0. Þá voru þónokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Hreyfingar á mörgum sprungum Gervitunglamyndir sýna að hreyfingar hafa orðið á mörgum sprungum á Reykjanesinu í skjálftahrinunni undanfarna tvo sólarhringa. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu rétt fyrir hádegi að innistæða væri fyrir skjálfta á milli Kleifarvatns og Bláfjalla sem gæti orðið allt að 6,5 að stærð. Frá því skjálftahrinan hófst hafa mælst um fimm þúsund skjálftar á svæðinu en um eitt þúsund þeirra hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur Hrafnkell „Við höfum í rauninni bara verið að fylgjast með því hvernig dregur smátt og smátt úr þessari virkni. Það má segja að þetta sé hefðbundin eftirskjálftavirkni sem við erum að sjá núna. Það eru auðvitað nokkrir skjálftar sem að nálgast þrjá og einn sem var yfir þrjá núna klukkan hálf níu ímorgun en það er alveg eðlilegt að mælum slíkra skjálfta bara í kjölfar svona öflugrar hrinu. Þessi hrinuvirkni er bara á svipuðum slóðum eins og virknin var fyrir tveimur dögum,“ segir Kristín. Kristín segir að nú séu komnar myndir úr gervitungli sem gefi gleggri mynd af skjáltahrinunni. Fylgjast áfram með virkninni „Sem sýnir greinilegar færslur í tengslum við alla þessa skjálfta og í rauninni og bara staðfestir það að þarna urðu hreyfingar á mörgum norður suður sprungum á belti sem liggur milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Börn í Grindavík að leik á miðvikudaginn. Þau fundu eflaust mörg hver fyrir skjálftanum í dag.Vísir/Vilhelm „Á þessum myndum einmitt eru engin skýr merki um hérna neina þenslu og engin grunnkviku innskot sem við sjáum eða merki um neitt kvikuinnstreymi.“ Ef hins vegar innstreymið væri lítið er huganlegt að það sé falið. Kristín segir innistæðu fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 nálægt Bláfjöllum. „Við erum bara auðvitað að fylgjast áfram með þessari virkni og það vonandi bara dregur úr þessu og það gerist ekki neitt meira en við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir þessu svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla að þar er hugsanlega innistæða fyrir stærri skjálfta.“ Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:50.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira