„Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. febrúar 2021 11:04 Gunnar Jóhann Gunnarsson (neðri mynd til hægri) banaði Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í október síðastliðinn. getty „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ Þetta hefur norski staðarfjölmiðillinn iFinnmark eftir Elenu Undeland, fyrrverandi kærustu Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést eftir að hafa verið skotinn af hálfbróður sínum, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í málinu í október síðastliðinn, en málið er nú til meðferðar í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø eftir að málinu var áfrýjað. Erfitt að svara spurningum í dómsal Elena, sem er barnsmóðir Gunnars Jóhanns en hafði tekið upp ástarsamband við Gísla Þór nokkru fyrir manndrápið, bar vitni í dómsal á þriðjudaginn og ræddi að því loknu við iFinnmark. Þar ræðir hún meðal annars um tímann eftir andlát Gísla. „Ég var líka búin að missa kærasta minn, og sömuleiðis fyrrverandi manninn minn sem getur þá ekki hjálpað til með börnin. Ég varð að taka allt á mínar herðar. Ég lagði áherslu á að hlúa að börnunum,“ segir hún. Konan segir það hafa verið mjög erfitt að svara spurningum í dómsal um mjög persónuleg málefni. Þá bætir Mette Yvonne Larsen, lögmaður konunnar, því við að margar þeirra erfiðu spurninga sem skjólstæðingur hennar hafi þurft að svara hafi verið ónauðsynlegar. „Ég glímdi mikið við sektarkennd eftir drápið, hvort eitthvað af því sem gerðist hafi verið mér að kenna. Mér líður líka þannig núna eins og fulltrúar sakborningsins séu saka mig um eitthvað, bæði í héraðsdómi og svo aftur hérna í lögmannsréttinum,“ segir Elena. Telur það sama hafa getað gerst, sama hver kærastinn hefði verið Hún heldur áfram og segir að lífið hafi verið kaflaskipt eftir andlát Gísla Þórs, en að það fari batnandi. Hún segir að samband þeirra Gísla hafi verið nýtt af nálinni og að þau hafi ætlað sér að byrja að búa í júní, sumarið 2019. „Ég held að það sé alveg sama hver hefði orðið kærasti minn eftir að sambandi mínu og míns fyrrverandi lauk. Þetta sama hefði getað gerst. [Gunnar Jóhann] rauf nálgunarbann, hélt heim til Gísla og þar var Gísli drepinn.“ Elena segir það ekki hafa verið ætlunina að þau Gísli Þór myndu byrja saman. „Það átti aldrei að koma til sambands milli mín og Gísla, en við urðum ástfangin. Það er alveg satt sem þeir segja – þegar maður verður ástfanginn þá breytist allt. Við höfðum bæði slæma reynslu úr fyrri samböndum. Ég með mínum fyrrverandi manni og svo Gísli í sínu fyrra sambandi. Við höfðum því gagnkvæman skilning.“ Fann einhverja ró Konan segir að mánuðirnir eftir andlát Gísla hafi verið mjög erfiðir. Um haustið 2019 hafi hún þó fundið fyrir einhverri ró sem hafi komið yfir sig. „Ég var þá búin að flytja og það hafði reynst erfitt. En skyndilega gerði ég mér grein fyrir því að það var enginn að fara að banka á hurðina, eða hringja í mig um miðja nótt, eða senda mér hræðileg skilaboð. Það var mjög undarlegt en frekar góð tilfinning.“ Hún segist í grunninn vera mjög félagslynd manneskja, en að nú þurfi hún að læra að verða það aftur. „Ég fékk mér vinnu í sumar, vinnu þar sem mér var þrýst út í samfélagið á ný. En það var gott fyrir mig að hugsa um eitthvað annað en bara húsið og börnin.“ Hún sé sömuleiðis með góða vini í Mehamn sem séu duglegir að bjóða fram hjálp. „Ég er bara með gott fólk í kringum mig,“ segir hún í samtali við iFinnmark. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Þetta hefur norski staðarfjölmiðillinn iFinnmark eftir Elenu Undeland, fyrrverandi kærustu Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést eftir að hafa verið skotinn af hálfbróður sínum, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í málinu í október síðastliðinn, en málið er nú til meðferðar í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø eftir að málinu var áfrýjað. Erfitt að svara spurningum í dómsal Elena, sem er barnsmóðir Gunnars Jóhanns en hafði tekið upp ástarsamband við Gísla Þór nokkru fyrir manndrápið, bar vitni í dómsal á þriðjudaginn og ræddi að því loknu við iFinnmark. Þar ræðir hún meðal annars um tímann eftir andlát Gísla. „Ég var líka búin að missa kærasta minn, og sömuleiðis fyrrverandi manninn minn sem getur þá ekki hjálpað til með börnin. Ég varð að taka allt á mínar herðar. Ég lagði áherslu á að hlúa að börnunum,“ segir hún. Konan segir það hafa verið mjög erfitt að svara spurningum í dómsal um mjög persónuleg málefni. Þá bætir Mette Yvonne Larsen, lögmaður konunnar, því við að margar þeirra erfiðu spurninga sem skjólstæðingur hennar hafi þurft að svara hafi verið ónauðsynlegar. „Ég glímdi mikið við sektarkennd eftir drápið, hvort eitthvað af því sem gerðist hafi verið mér að kenna. Mér líður líka þannig núna eins og fulltrúar sakborningsins séu saka mig um eitthvað, bæði í héraðsdómi og svo aftur hérna í lögmannsréttinum,“ segir Elena. Telur það sama hafa getað gerst, sama hver kærastinn hefði verið Hún heldur áfram og segir að lífið hafi verið kaflaskipt eftir andlát Gísla Þórs, en að það fari batnandi. Hún segir að samband þeirra Gísla hafi verið nýtt af nálinni og að þau hafi ætlað sér að byrja að búa í júní, sumarið 2019. „Ég held að það sé alveg sama hver hefði orðið kærasti minn eftir að sambandi mínu og míns fyrrverandi lauk. Þetta sama hefði getað gerst. [Gunnar Jóhann] rauf nálgunarbann, hélt heim til Gísla og þar var Gísli drepinn.“ Elena segir það ekki hafa verið ætlunina að þau Gísli Þór myndu byrja saman. „Það átti aldrei að koma til sambands milli mín og Gísla, en við urðum ástfangin. Það er alveg satt sem þeir segja – þegar maður verður ástfanginn þá breytist allt. Við höfðum bæði slæma reynslu úr fyrri samböndum. Ég með mínum fyrrverandi manni og svo Gísli í sínu fyrra sambandi. Við höfðum því gagnkvæman skilning.“ Fann einhverja ró Konan segir að mánuðirnir eftir andlát Gísla hafi verið mjög erfiðir. Um haustið 2019 hafi hún þó fundið fyrir einhverri ró sem hafi komið yfir sig. „Ég var þá búin að flytja og það hafði reynst erfitt. En skyndilega gerði ég mér grein fyrir því að það var enginn að fara að banka á hurðina, eða hringja í mig um miðja nótt, eða senda mér hræðileg skilaboð. Það var mjög undarlegt en frekar góð tilfinning.“ Hún segist í grunninn vera mjög félagslynd manneskja, en að nú þurfi hún að læra að verða það aftur. „Ég fékk mér vinnu í sumar, vinnu þar sem mér var þrýst út í samfélagið á ný. En það var gott fyrir mig að hugsa um eitthvað annað en bara húsið og börnin.“ Hún sé sömuleiðis með góða vini í Mehamn sem séu duglegir að bjóða fram hjálp. „Ég er bara með gott fólk í kringum mig,“ segir hún í samtali við iFinnmark.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00
Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30