Dómarar ensku úrvalsdeildarinnar tapa peningum þegar þeir gera mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 09:00 Dómarar geta gert mistök, jafnvel þegar þeir mega skoða endursýningar, og sú varð raunin á dögunum þegar Mike Dean rak West Ham manninn Tomas Soucek af velli. Getty/Clive Rose Frammistöðumat dómara í ensku úrvalsdeildinni hjálpar þeim ekki aðeins upp metorðastigann og til að fá stærri leiki. Matið hefur einnig áhrif á launaseðil þeirra. Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira