Tveir efstir eftir fyrsta hring á nýja vellinum Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2021 08:00 Webb Simpson rýnir í flötina á mótinu í Flórída. Getty/Ben Jared Webb Simpson og Matthew Pitzpatrick eru efstir og jafnir eftir fyrsta hring á fyrsta heimsmóti ársins í golfi, World Golf Championship, í Flórída. Simpson fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og lauk hringnum á -6 höggum rétt eins og Fitzpatrick. Sergio Garcia, Brooks Koepka, Billy Horschel og Kevin Kisner eru rétt á eftir, á -5 höggum. Danie Van Tonder lék á +4 höggum en átti tvímælalaust högg dagsins sem sjá má hér að neðan: Slam DUNK. Shot of the day from Danie van Tonder. pic.twitter.com/gVBfX0Mbmd— PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy er í 13.-18. sæti á -3 höggum eftir að hafa fengið þrjá skolla á The Concession vellinum. Þangað var mótið fært frá Mexíkó vegna kórónuveirufaraldursins og er þetta í fyrsta sinn sem leikið er á vellinum á PGA-mótaröðinni. „Það er þannig með alla nýja velli að menn þurfa að venjast aðstæðum og í hvaða átt teighöggin eiga að liggja. Ég held að við séum allir að læra aðeins á völlinn á meðan að við spilum,“ sagði McIlroy og bætti við að menn þyrftu mest að læra á flatirnar. Patrick Cantlay, sem er stigahæstur í FedEx-bikarnum sem stendur, varð að hætta við keppni rétt fyrir mótið vegna magakveisu og vökvataps. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Simpson fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og lauk hringnum á -6 höggum rétt eins og Fitzpatrick. Sergio Garcia, Brooks Koepka, Billy Horschel og Kevin Kisner eru rétt á eftir, á -5 höggum. Danie Van Tonder lék á +4 höggum en átti tvímælalaust högg dagsins sem sjá má hér að neðan: Slam DUNK. Shot of the day from Danie van Tonder. pic.twitter.com/gVBfX0Mbmd— PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy er í 13.-18. sæti á -3 höggum eftir að hafa fengið þrjá skolla á The Concession vellinum. Þangað var mótið fært frá Mexíkó vegna kórónuveirufaraldursins og er þetta í fyrsta sinn sem leikið er á vellinum á PGA-mótaröðinni. „Það er þannig með alla nýja velli að menn þurfa að venjast aðstæðum og í hvaða átt teighöggin eiga að liggja. Ég held að við séum allir að læra aðeins á völlinn á meðan að við spilum,“ sagði McIlroy og bætti við að menn þyrftu mest að læra á flatirnar. Patrick Cantlay, sem er stigahæstur í FedEx-bikarnum sem stendur, varð að hætta við keppni rétt fyrir mótið vegna magakveisu og vökvataps. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira