Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 25. febrúar 2021 19:32 Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Í reglulegri dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að liðinni Þorláksmessu, sem send var fjölmiðlum, kom fram að Bjarni Benediktsson hefði verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur um samkomutakmarkanir hafi verið brotnar. Eftir það átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra símtöl við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu um verklagsreglur lögreglunnar. Var það eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra um þetta mál? „Ég á mikil samskipti við lögregluna. Samtalið snerist ekki um þetta mál, heldur verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglunnar, sem ég fékk miklar spurningar um, meðal annars frá fjölmiðlum. Það er nú ég sem þarf að svara fyrir lögregluna oft á tíðum og þekkja hennar mál. Ég á, sem betur fer, í góðum samskiptum við lögregluna,“ sagði Áslaug Arna. En tilefnið var kannski vissulega þetta mál? „Tilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli. Fjölmiðlar fjölluðu um að hún hefði verið sérstök, og því vildi ég vita áður en ég tjáði mig um það hvernig verklagsreglur um dagbókarfærslur væru.“ Áslaug kveðst þá ekki sjá líkindi milli málsins og máls Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í kjölfar Lekamálsins. Þar hafði hún meðal annars samskipti við lögreglustjóra vegna máls sem var til meðferðar hjá lögreglu. „Ég hef engin afskipti af nokkrum málum sem eru á borðum lögreglunnar,“ segir Áslaug sem kveðst ekki hafa haft skoðun á dagbókarfærslunni sem slíkri. Hún hafi aðeins verið að óska eftir upplýsingum. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Lögreglan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Í reglulegri dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að liðinni Þorláksmessu, sem send var fjölmiðlum, kom fram að Bjarni Benediktsson hefði verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur um samkomutakmarkanir hafi verið brotnar. Eftir það átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra símtöl við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu um verklagsreglur lögreglunnar. Var það eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra um þetta mál? „Ég á mikil samskipti við lögregluna. Samtalið snerist ekki um þetta mál, heldur verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglunnar, sem ég fékk miklar spurningar um, meðal annars frá fjölmiðlum. Það er nú ég sem þarf að svara fyrir lögregluna oft á tíðum og þekkja hennar mál. Ég á, sem betur fer, í góðum samskiptum við lögregluna,“ sagði Áslaug Arna. En tilefnið var kannski vissulega þetta mál? „Tilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli. Fjölmiðlar fjölluðu um að hún hefði verið sérstök, og því vildi ég vita áður en ég tjáði mig um það hvernig verklagsreglur um dagbókarfærslur væru.“ Áslaug kveðst þá ekki sjá líkindi milli málsins og máls Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í kjölfar Lekamálsins. Þar hafði hún meðal annars samskipti við lögreglustjóra vegna máls sem var til meðferðar hjá lögreglu. „Ég hef engin afskipti af nokkrum málum sem eru á borðum lögreglunnar,“ segir Áslaug sem kveðst ekki hafa haft skoðun á dagbókarfærslunni sem slíkri. Hún hafi aðeins verið að óska eftir upplýsingum.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Lögreglan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira